Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25413
Ritað mál er sjónræn útfærsla á töluðu máli og hugsun mannsins. Lengst af var notast við handskrifað letur en síðar var prentað með prentletri. Með tækninýjungum síðustu áratuga hefur notkun og vinna með letur orðið sífellt aðgengilegri hinum almenna notenda – en framan af var prentleturnotkun aðeins á könnu faglærðra aðila sem höfðu þekkingu og skilning á þeim sjónrænu þáttum leturs sem hafa áhrif á læsileika og lesskilning fólks. Í dag vantar upp á að þessi sjónræna menntun haldist í hendur við notkun almennings á letri. Verkið Letra hefur þann tilgang að gera fólki kleift að kynnast sjónrænum þáttum leturs og virkni þess með því að prófa sig áfram og bregða á leik með letur.
Letra er útskriftarverkefni mitt í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og í þessari greinagerð mun ég fjalla um hugmyndavinnuna og útskýraferlið og niðurstöðu þess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðmundur Pétursson Lokaverkefni_greinagerð.pdf | 305.59 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |