Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25417
Veggflísar úr manngerðri hrafntinnu veita innsýn í hvernig við getum skapað verðmæti úr úrgangi. En breytist viðhorf okkar til náttúrunnar þegar hún er manngerð?
Steinullarframleiðsla er eina glerframleiðslan úr íslensku náttúrulegu hráefni. Hingað til hefur steinull ekki verið endurunnin eftir notkun. Í verkinu er steinull endurnýtt og henni umbreytt í glerjað efni í ætt við hrafntinnu.
Eldfjallaglerið hrafntinna er fágætt og eftirsótt efni, en áður var hrafntinna notuð í steiningu bygginga eins og Þjóðleikhússins en í dag er slík notkun ekki leyfileg. Manngerða hrafntinnu má nýta á marga vegu og endurvinna á ný að því loknu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skýrsla Kristín Sig. Skemman1.pdf | 5,85 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |