en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2541

Title: 
  • Title is in Icelandic Mannauðsstjórnun, þjálfun og starfsþróun. Tengsl við framleiðni vinnuafls í íslenskum fyrirtækjum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verða tengsl mannauðsstjórnunar og þjálfunar og starfsþróunar við framleiðni vinnuafls skoðuð. Tilgáturnar eru tvær. Annars vegar að mannauðsstjórnun hafi jákvæð tengsl við framleiðni vinnuafls, og hins vegar að fjárfesting í þjálfun og starfsþróun hafi jákvæð tengsl við framleiðni vinnuafls. Fjallað er um stefnumiðaða stjórnun, mannauðsstjórnun og stefnumiðaða mannauðsstjórnun. Þá er farið yfir kenningar um þjálfun og starfsþróun með ítarlegum hætti.
    Gögnin sem notuð eru, eru fengin úr póstkönnun sem ParX viðskiptaráðgjöf IBM lagði fyrir 192 stærstu fyrirtæki Íslands í maí 2007. 62 fyrirtæki svöruðu könnuninni, sem gerir 32,3% svarhlutfall.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að mannauðsstjórnun og þjálfun og starfsþróun hafa bæði jákvæð tengsl við framleiðni vinnuafls, og eru því tilgáturnar tvær sem lagðar voru fram studdar. Af þessum niðurstöðum má ráða að mikilvægur þáttur til að auka framleiðni vinnuafls er að fjárfesta í þjálfun og starfsþróun sem og öðrum aðferðum mannauðsstjórnunar.

Accepted: 
  • May 11, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2541


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_fixed.pdf37.15 kBOpenForsíðaPDFView/Open
pd_fixed.pdf186.4 kBOpenRitgerðPDFView/Open