is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2543

Titill: 
  • Feng Shui. Áhrif starfsumhverfis á heilsu, vellíðan og velgengni á vinnustaðnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var rannsakandinn að skoða hvað felst í góðu starfsumhverfi og hvað það er sem gerir fólk ánægt og veitir því vellíðan. Svarið er margþætt en rannsakandi hafði að leiðarljósi inntak Feng Shui fræðanna til þess að meta og greina þá þætti sem eru áhrifavaldar. Húsnæðið; loftræsting, lýsing, hljóðmengun, vinnufyrirkomulag og skipulagning til að nefna flæði milli starfsstöðva og aðgengi viðskiptavina. Innri búnaður svo sem húsbúnaður, vélar, tæki og verkfæri þurfa að uppfylla þarfir vinnustaðarins. Huga þarf að atriðum eins og innra eftirliti, öryggismálum, aðgengi og fleiri reglum sem í gildi eru, vinnuvernd. Það er margt sem hefur áhrif á starfsumhverfið svo sem hvaða starfsemi fer þar fram og fólkið sem vinnur þar. Þá hefur starfsumhverfið, hönnun þess og útlit mikil áhrif á það hvernig starfsmenn upplifa og ganga um vinnustaðinn. Starfsumhverfið hefur mikið að segja um það hvernig fyrirtækinu gengur og að fá gott starfsfólk í vinnu og halda í reynslu og þekkingu þess. Stjórnendur þurfa að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi til þess að geta laðað fram það besta í fólki. Megindlegum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnaöflun. Rafræn spurningakönnun var send til fimm fyrirtækja í höfuðborginni og var svarhlutfall 84% í könnuninni, að auki gerði rannsakandi vettvangsathugun, tók myndir í fyrirtækjunum og notar þær til þess að leggja áherslu á þá þætti sem fjallað er um í verkefninu. Við vettvangsathugunina var starfsumhverfið greint út frá grunnþáttum í Feng Shui, þ.e. staðsetningu fyrirtækisins, lögun húsnæðis, í hvaða átt framhlið fyrirtækisins snýr, aðgengi, skipulagning og uppröðun, drasl, hljóðmengun o.s.frv. Rannsakandi vann út frá teikningum á viðkomandi húsnæði sem og loftmyndum auk þess að leggja sjónrænt mat á aðstæður.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að greina má einkenni streitu og óánægju með starfsumhverfið, opin skrifstofurými, hljóðmengun og léleg loftræsting eru þar helsti áhrifa þátturinn. Mikilvægt er að þekkja hvaða áhrifaþættir valda óánægju og vanlíðan og bregðast við því með því að bæta skipulagningu starfsstöðva með aðstoð Feng Shui fræðanna.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11ritgerd_fixed.pdf2.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna