is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25431

Titill: 
  • Faðir minn átti fagurt land : stíleinkenni í kórtónlist Jóns Nordal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jón Nordal er á meðal merkustu tónskálda okkar Íslendinga, fyrr og síðar. Sem einn af fyrstu íslensku módernistunum í tónlist hefur hann verið leiðandi í tónlistarlífi landsins um árabil. Eftir að Jón lauk tónlistarnámi sínu á Íslandi og í Sviss sótti hann námskeið í nútímatónlist í Darmstadt, sumarið 1957. Dvölin þar átti eftir að reynast vendilpunktur á tónsmíðaferli hans og lagðist Jón í framhaldi af henni í róttækt endurmat á eigin tónsmíðum. Jón samdi lítið í tæpan áratug eftir Darmstadt en út úr þögninni spratt verkið Adagio (1966). Þar birtist í fyrsta sinn hið persónulega tónmál sem fylgt hefur Jóni allar götur síðan. Kórverk hafa verið stór þáttur í höfundarverki Jóns frá árinu 1978. Með því að taka tvö þeirra til skoðunar, Kveðið í bjargi (1978) og Lux mundi (1996), má gera grein fyrir helstu stíleinkennum í kórtónlist hans. Tónsmíðar hans bera með sér ákaflega sterk höfundareinkenni, þar sem persónulegt hljómamál og þjóðleg undiralda ræður för. Innsæi Jóns vegur þyngra en skipulagðar vinnuaðferðir í tónverkum hans ásamt sterkri tilfinningu fyrir andstæðum milli hljómræns og lagræns efniviðar.

Samþykkt: 
  • 24.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokagerd_BAritgerdar_JonNordal.pdf8.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna