is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25434

Titill: 
  • Nútímatækni flautunnar í grunnnámi og miðnámi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður rannsakað hvort nútímatækni flautunnar er notuð í kennslu í grunnnámi og miðnámi og hvernig hún er notuð. Þegar ég ólst upp og var í tónlistarskóla var ekki kennd nútímatækni, og spurningin er hvort það sé eins í tónlistarskólum í dag. Nútímatækni varð vinsæl um miðja 20. öldina þegar sífellt fleiri tónskáld völdu að nota ekki „venjuleg“ hefðbundin hljóð, og reyndu að fá ný hljóð út úr hljóðfærum. Hægt er að mynda alls konar hljóð með flautunni, auk þess að spila með fallegum svokölluðum bel canto tóni, hefðbundum tóni flautunnar. Til dæmis er hægt að spila alls konar slagverkseffekta og spila marga tóna samtímis, svokallaða multitóna. Öll þessi tækni getur hjálpað nemendunum að ná betri tökum á flautunni, með því að auka skilning á því hvernig þindin og lungun vinna saman. Tekin voru viðtöl við fimm kennara, sem allir nota nútímatækni í sinni kennslu, bara á mismunandi hátt. Aðeins einn notar hana alveg frá uphafi til að kenna krökkunum að spila á flautu, einn notar hana aðeins seinna, þegar nemendurnir nálgast grunnpróf. Hjá hinum þremur kemur nútímatækni inn í kennsluna þegar hún kemur fyrir í verkum. Þeir sjá allir ávinning af því að kenna nútímatækni og hvernig það getur hjálpað nemendum að verða betri flautuleikarar. Það vantar nákvæma uppbyggingu í kennsluna, annað hvort að það standi í námskránni hvað kennarar eiga að kenna og hvenær, með tilvísun í verk og æfingar, eða að kennarar geti sótt hugmyndir til einhvers í gegnum til dæmis námskeið um það hvernig maður getur notað nútímatækni hjá ungum nemendum.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_loka.pdf194.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna