Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25436
Hvíti liturinn er yfirleitt tákn hreinleika og fullkomnunar. Hvítur er algengasti litur í öllum verksmiðjuframleiddum varningi, allt frá lyfjum og matvælum til bygginga. Hvers vegna skyldi svo vera? Er það vegna þess að fólk telur hann „hreinasta“ litinn eða birtist þar þrá mannsins eftir hreinleika og fullkomnun? Algengasta hvíta litarefnið er títaníum díoxið sem var fundið upp árið 1921. Það er talið hreinasta hvíta litarefnið í heiminum. Efnið er unnið úr svartri steintegund sem kallast ilmenít. Í framleiðsluferlinu er svarti steinninn annaðhvort blandaður með brennisteinssýru eða klórgasi til að ná fram hvíta litnum en þau efni eru afar eitruð og mengandi. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til þess að láta umhverfi okkar líta út fyrir að vera hreint og skjannahvítt án tillits til náttúrunnar?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
skýrsla lokav.pdf | 7,42 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |