is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25437

Titill: 
  • Er minna orðið meira? : um þróun og birtingarmynd mínimalisma í byggingarlist samtímans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er þróun og birtingarmynd hugmyndafræðinnar mínimalisma í byggingarlist samtímans. Mínimalismi, eða naumhyggja, er sérstaklega skoðaður sem heimspekistefna um fábrotið líferni og andlega leit. Þá eru athugað hvað þær hugmyndir eiga sameiginlegt með samnefndri stefnu í arkitektúr og hönnun okkars tíma. Helstu einkenni stefnunnar eru rædd nánar og borin saman við hugmyndafræðina.
    Athugunin hefst á sögulegu samhengi hugmyndafræðinnar til að skerpa á skilgreiningu hennar en orðið er nú notað í nokkuð breiðum skilningi. Orðið mínimalismi kom upphaflega fram um miðja 20. öld í formi myndlistarstefnu en nær núna bæði yfir hugmyndafræði um nægjusamt líferni sem og stefnu í hönnun og arkitektúr. Sem heimspeki er hún ekki ný af nálinni og sver sig í ætt við ýmsa eldri speki. Það sama á við um arkitektúr og það er að finna fjölda áhrifavalda í greininni í tímans rás. Nokkrar helstu hugmyndir sem hafa stuðlað að tilurð stefnu samtímans eru því kannaðar og birtingar-mynd hennar er í kjölfarið skilgreind nánar. Tvö samtímaverk eftir arkitektana John Pawson og Tadao Ando eru síðan rædd til þess að varpa frekara ljósi á mismunandi notkun hugmyndafræðinnar í greininni.
    Könnunin leiddi í ljós að það er engin tilviljun að hugtakið mínimalismi stendur fyrir þessar tvær stefnur. Sem heimspeki er þetta andleg leit að því fábrotna í lífinu sem afneitar allri neysluhyggju. Hönnunarstefnan undirstrikar marga svipaða þætti í útfærslu sinni með því að leggja áherslu á hrein form, takmarkað efnisval, vandað handbragð og innrömmun tómarúmsins. Endingargóðar byggingar sem veita jafnframt kyrrlátt afdrep frá óreiðu nútímans ríma því vel við heimspekina. Það virðist þó vera tiltölulega nýleg þróun í mínimalískri hönnun að hún er orðin munaðarvara og lúxusstíll sem á fátt sameiginlegt með hugmyndafræðinni um afneitun efnishyggju. Því er ruglingslegt að setja báðar stefnurnar undir sama hatt mínimalismans í stað þess að aðgreina þær með eigin nöfnum, nokkuð sem gæti orðið nauðsynlegt ef þessi þróun heldur áfram.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AsaBryndis-BA-ErMinnaOrdidMeira.pdf3.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna