is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25438

Titill: 
  • Virðisfjárfestingaraðferð Joel Greenblatt: hugmyndafræði og framkvæmd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Einsleitar niðurstöður fræðimanna á sögulegum árangri virkra verðbréfasjóða sýna að marktæk umframávöxtun þeirra yfir viðmiðunarvísitölur er fátíð. Í ljósi þess hafa vinsældir hlutlausra verðbréfasjóða aukist sem að hluta til má rekja til lægri kostnaðar þeirra en virku sjóðana. Um það hvort skynsamlegt sé að beita virkri stýringu eignasafna hafa fræðimenn og fjárfestar deilt í gegnum tíðina. Fyrri rannsónir sýna þó að aðferðir virðisfjárfesta af Graham-skólanum hafa í gegnum tíðina sigrað markaðinn. Þessi rannsókn kannar árangur virðisaðferðar Joel Greenblatt á hlutabréfamörkuðum Norðurlandanna yfir fimm ára tímabil frá árinu 2011 til 2016. Aðferðin gengur út á að raða hlutabréfum eftir hlutföllum megindlegrar grunngreiningar. Ýmsar forsendur liggja að baki rannsóknarinnar en eðli máls samkvæmt þurfti að aðlaga aðferðafræðina að smærri mörkuðum en þeim sem fyrri rannsóknir náðu til. Niðurstöður sýndu að öll þrjú eignasöfn aðferðarinnar skiluðu marktækri umframávöxtun yfir viðmiðunarvísitölur að teknu tilliti til áhættu en umframávöxtun eignasafnanna þriggja var ekki útskýrð með aukinni áhættutöku yfir tímabilið.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc Lokaritgerð - Jón Rúnar Ingimarsson .pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna