is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25442

Titill: 
  • Fjöldaframleiðsla : er viðspyrna gegn henni besta leiðin fram á við?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neikvætt viðhorf til orðsins fjöldaframleiðsla virðist hafa aukist á síðustu áratugum. Miklar breytingar urðu með tilkomu fjöldaframleiðslu en í upphafi voru þær margar litnar jákvæðum augum. Við erum loksins núna að vakna til lífsins og gera okkur grein fyrir slæmum afleiðingum fortíðarinnar. Neyslusamfélagið fer ört vaxandi sem eykur vandamálin enn frekar. Til að sporna gegn þróuninni virðast margir hönnuðir samtímans vera að snúa sér í gagnstæða átt, með öðrum orðum í átt að handverki eða eigin framleiðslu. En er fjöldaframleiðslan slæm í eðli sínu eða er hún þræll markaðssetningar?
    Í þessari ritgerð verður fjöldaframleiðsla skoðuð til hlítar. Fyrst verður hún tekin fyrir í sögulegu samhengi sem og áhrif hennar á grunnstoðirnar þrjár: efnahag, samfélag og umhverfi. Síðar verður skoðað hvernig sömu þættir fléttast inn í sjálfbærni og framtíðarmöguleika fjöldaframleiðslu. Að lokum verður rýnt í kenningar úr ýmsum áttum, allt frá Sennett til Thackara og Chapman. Lögð verður áhersla á byltingarkennda hugmyndafræði þeirra Braungart og McDonough, Cradle to Cradle. Raunhæfar lausnir á vandamálum fjöldaframleiðslu gæti verið að finna í sjálfbærni, samtali og kerfishugsun. Markmið ritgerðinnar er að velta upp spurningunni um hvort besta leiðin fram á við sé viðspyrna gegn fjöldaframleiðslu.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð til BA prófs KRISTÍN S.pdf863.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna