Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25446
Þessi ritgerð skoðar hvaða áhrif klasar hafa á umhverfi frumkvöðla á Íslandi. Fyrirtæki sem mynda klasa veita frumkvöðlum stuðning sem getur reynst þeim dýrmætur við þróun á viðskiptahugmyndum sínum. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvernig frumkvöðlar sem stofna sprotafyrirtæki hagnast á því að fá aðstoð fyrirtækja sem mynda klasa og styðja við frumkvöðlana. Á Íslandi hefur klasamyndun orðið algengari með árunum. Í rannsókninni var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt með því að taka djúpviðtöl við viðmælendur sem allir unnu hjá fyrirtækjum sem mynduðu klasa og höfðu víðtæka þekkingu á kostum klasa. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að klasar móta umhverfi fyrir íslenska frumkvöðla á jákvæðan hátt. Auðveldara aðgengi að ráðgjöf, öflugara net tengsla og áhersla á mikilvægi nýsköpunar er það sem hefur áhrif á umhverfi frumkvöðla á Íslandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Páll Halldór S. Georgsson -Ritgerð.pdf | 761.81 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |