is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25449

Titill: 
 • Frá hefðbundinni fjárhagsáætlun til beyond budgeting
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er notkun hefðbundinnar fjárhagsáætlunar sem stjórntæki og innleiðing nýrra aðferða hjá skipulagsheildum. Fjárhagsáætlun eins og hún er í sínu hefðbundna sniði hefur verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að vera tímafrek, kostnaðarsöm og úreldast hratt. Þá geta fastir frammistöðusamningar, sem fylgja fjárhagsáætlun, ýtt undir ósiðferðilega hegðun stjórnenda. Fjallað er um tvær aðferðir til að bæta upp fyrir veikleika fjárhagsáætlunar. Sú fyrri er rúllandi fjárhagsspá (e. rolling forecast) og hefur sú aðferð reynst hvað skilvirkust á meðal skipulagsheilda til að bæta upp fyrir vankanta hefðbundinnar fjárhagsáætlunar. Síðari aðferðin er beyond budgeting og er mun umfangsmeiri þar sem hefðbundin fjárhagsáætlun er lögð niður og tekin upp ný aðferðafræði við stjórnun skipulagsheildar.
  Í þessari ritgerð koma fram niðurstöður rannsóknar um það hvernig notkun og viðhorf er á meðal íslenskra skipulagsheilda gagnvart fjárhagsáætlun, rúllandi fjárhagsspá og beyond budgeting. Gerð var spurningakönnun sem send var á 200 fjármálastjóra, eða þá aðila sem bera ábyrgð á stjórnunarreikningsskilum (e. management accounting) hjá skipulagsheildum sínum. Þar sem beyond budgeting er fremur ný aðferðafræði þá voru einnig framkvæmd djúpviðtöl á meðal þriggja skipulagsheilda, til að fá dýpri skilning á innleiðingu aðferðafræðinnar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hefðbundin fjárhagsáætlun sem stjórntæki er enn mikið notuð á meðal íslenskra skipulagsheilda. Hins vegar þykja íslenskar skipulagsheildir líklegri til að leggja hefðbundna fjárhagsáætlun niður á komandi árum en rannsókn í Norður Ameríku sýndi fram á. Um þriðjungur skipulagsheildanna uppfæra rúllandi fjárhagsspá og bendir rannsóknin til að þeim fari fjölgandi á komandi árum. Eins ný og viðamikil aðferðafræðin beyond budgeting er, þá voru samt sem áður um 67% skipulagsheilda sem þekktu til aðferðafræðinnar og af þeim voru 10 skipulagsheildir sem staddar voru í innleiðingu hennar. Svo virðist vera að íslenskar skipulagsheildir sem eru að innleiða beyond budgeting aðferðafræðina taki lítil skref við innleiðingu til að sjá hvað í aðferðafræðinni hentar þeirra starfsemi. Einnig kom í ljós að skipulagsheildir leggja megin áherslu á hinn fjárhagslega hluta beyond budgeting og að helsti ávinningur innleiðingar er aukinn viðbragðsflýtir við breytingum í umhverfi.
  Lykilhugtök: Stjórnun, fjárhagsáætlun, rúllandi fjárhagsspá, beyond budgeting

Samþykkt: 
 • 27.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc. lokaritgerð_HR2016_Sigridur_og_Telma.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna