is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2545

Titill: 
  • „Án titils.“ Jöðrun og þöggun í Persuasion eftir Jane Austen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér á eftir verður fjallað um skáldsöguna Persuasion sem var eitt síðasta verk Jane Austen með hliðsjón af kenningu Edwins Ardener um jöðrun og þöggun kvenna og kenningu Michel Foucaults um alsæi. Bókin fjallar um Anne Elliot 27 ára ógifta barónsdóttir sem er við það að pipra. Eftir að móðir hennar lést tók hún að sér flestar þær skyldur sem húsmóðir ber, hún sér um samskipti við hjúin, passar börn yngri systur sinnar og miðlar málum þar sem þess er þörf. Eftir því sem líður á bókina tekst Anne að brjótast undan oki fjölskyldunnar er og fylgja sinni eigin sannfæringu. Jöðrunin í bókinni felst aðallega í tilraunum fólks til að falla inn í ramma samfélagsins og þeim samfélagslegu reglum sem verður að fylgja stöðu sinnar vegna. Virðingarstaða innan hópsins byggir á titlakerfi karlmanna. Karlar erfa titilinn og konur reyna eftir bestu getu að giftast karlmönnum með sem besta samfélagslega stöðu. Konur þagga sig að mestu sjálfar, þær sjá um uppeldi barna og kenna þeim „rétta“ hegðun, stúlkum er kennt að vera hljóðlátar og sætar og drengjum að koma kurteisislega fram en hafa þó skoðanir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PdfFixer.pdf619.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna