Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25451
Markmið verkefnisins var að skoða og gera úttekt á verkferlum og innra eftirliti í bókhaldsdeild Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn var einnig að kanna hvort og hvernig innra eftirliti FMS er háttað. Hvort verkferlar eru til staðar og verið er að fylgja þeim. Hvað má betur fara í innra eftirliti og hvað má bæta varðandi verkferla. Rannsakandi framkvæmdi eigindlega rannsókn til þess að nálgast viðfangsefnið. Sendir voru tvenns konar spurningalistar á sérútvalinn hóp þátttakenda þar sem nauðsynlegt var fyrir rannsóknina að þátttakendur hefðu ákveðna þekkingu og reynslu af viðfangsefninu svo þeir gætu svarað þeim spurningum sem leitað var svara við. Spurningalistarnir voru sendir út í tölvupósti annars vegar á almenna starfsmenn og hins vegar á deildarstjóra. Svörin voru fengin til baka með tölvupósti. Einnig skoðaði rannsakandi verkferla, handbók og sameiginlegt drif deildarinnar og fylgdist með starfsmönnum að störfum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að innra eftirlit Reykjavíkurborgar er vel skilgreint hjá Innri endurskoðun. Við skoðun á handbók og sameiginlegu drifi deildarinnar kom í ljós að allir verkferlar eru til staðar en það virðast vankantar á því að skjöl séu uppfærð og gömul, úrelt skjöl séu fjarlægð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 602.3 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |