is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25454

Titill: 
 • Hefur umtal áhrifavalds á samfélagsmiðlum áhrif á snyrtivörusölu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif markaðssetningar snyrtivara með samfélagsmiðlunum blogg, Facebook og Snapchat. Fjöldi samfélagsmiðla og notenda þeirra hefur aukist gríðarlega síðustu ár með aukinni netnotkun. Höfundar könnuðu söluáhrifin sem umfjöllun áhrifavalds (e. Influencer) á samfélagsmiðlum getur haft.
  Rannsóknin var gerð í samstarfi við bloggarann, Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur (hér eftir talað um Línu Birgittu), sem er áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og bloggar á vefsíðunni www.linethefine.com og í samstarfi við heildverslunina Medico ehf. (hér eftir talað um Medico). Rannsóknin var framkvæmd með svokölluðu hálftilraunasniði, sem miðar að því að rannsakendur gátu þá stýrt hluta rannsóknarinnar. Rannsóknaraðferðin gerir rannsakendum kleift að rannsaka viðfangsefni hennar við náttúrulegar aðstæður. Notast var við tímaraðarsnið (e. Time series design) en það gengur út á að mælingar eru endurteknar fyrir og eftir inngrip sem í þessari rannsókn voru bloggfærslur.
  Rannsóknin var framkvæmd þannig að Lína Birgitta var beðin um að gera tvær vöruumfjallanir með ólíkum snyrtivörum á samfélagsmiðlum. Sala þeirra í janúar var borin saman við söluna mánuð eftir að vöruumfjöllunina höfðu verið settar á netið, eða frá mars til apríl. Salan mánuði eftir fyrri vöruumfjöllunina var skoðuð frá 4. mars til 4. apríl 2016 og seinni vöruumfjöllunina 16. mars til 16. apríl 2016.
  Höfundar tóku tvö viðtöl, við bloggarann, Línu Birgittu og við Þ. Ester Sigurðardóttur, eiganda og markaðsstjóra heildverslunarinnar Medico. Þ. Ester hefur starfað á snyrtivörumarkaðnum í 30 ár og er sérfræðingur á sínu sviði. Rannsakendur vona að ritgerðin veiti innsýn á umsvif áhrifavalda á samfélagsmiðlum og af hverju fyrirtæki ættu að nota þá við markaðssetningu. Samfélagsmiðlar eru nýlegir miðlar og nýjungar skapa ný tækifæri.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að umfjöllun áhrifavalds á samfélagsmiðlum hefur áhrif á sölu snyrtivara. Yfirfara mætti niðurstöður rannsóknarinnar yfir á aðrar vörutegundir og aðra áhrifavalda og álykta höfundar að um svipaða niðurstöðu yrði að ræða.
  Lykilorð: Áhrifavaldar, bloggarar, snyrtivörur, markhópar, neytendahegðun, kauphegðunarferli, kaupmáttur, söluráðar, stafræn markaðssetning, samfélagsmiðlar, efnismarkaðssetning, umtal, veirumarkaðssetning, blogg, Facebook og Snapchat

Samþykkt: 
 • 27.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur-umtal-áhrifavalds-á-samfélagsmiðlum-áhrif-á-snyrtivörusölu..pdf3.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna