is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25455

Titill: 
  • Íslensk fyrirtæki í viðskiptum við Kína
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessara ritgerðar er að gefa íslenskum fyrirtækjum sem eru í þeim hugleiðingum að fara inn á markaðinn í Kína tækifæri á að fá innsýn í viðskiptavenjur Kínverja. Lesa sig til um reynslu íslenskra fyrirtækja sem hafa verið í viðskiptum eða eru enn í viðskiptum við Kína. Notast var bæði við eigindlega rannsókn sem voru djúpviðtöl og megindlega rannsókn sem var netkönnun. Tekin voru 8 djúpviðtöl og í netkönnuninni voru þátttakendur 16 talsins. Megindlega rannsóknin var gerð í þeim tilgangi að kanna réttmæti yrðinga sem komu úr eigindlegu rannsókninni. Lagðar voru fram tvær tilgátur. Tilgáta 1: “Undirbúningur íslenskra fyrirtækja fyrir viðskipti við Kína er almennt mjög lítill”. Tilgáta 2: “Í ljósi hnattvæðingarinnar og þess hversu aðgengilegt allt er orðið þá skiptir þekking á ólíkum menningarháttum og siðum í Kína minna máli nú en áður og því er ekki eins mikil þörf á undirbúningi”. Niðurstöður sýndu að yfir heildina litið er reynsla íslensku fyrirtækjanna af viðskiptum við Kína góð og gekk þeim vel að aðlagast viðskiptavenjum Kínverja. Fyrri tilgátan stóðst þar sem lítið var um undirbúning fyrir viðskiptin við Kína. Seinni tilgátan stóðst ekki vegna þess að fyrirtækin voru samt sem áður að reka sig á ýmsar viðskiptavenjur Kínverja líkt og guanxi, lose face, hugsunarhátt Kínverja og hvernig samningaviðræðum er háttað. Þetta eru allt atriði sem ekki er hægt að skauta framhjá þó hnattvæðingin sé orðin meiri og samskiptin við Kína séu orðin einfaldari.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tinna María- B.Sc Lokaverkefni 2016.pdf481.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna