is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25457

Titill: 
  • Gyllt pils og krítískur massi. Áhrif kynjakvóta á skipan stjórnarsæta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er rætt um þróun jafnréttismála, lagasetningu á kynjakvóta og aðdraganda hans. Markmið verkefnisins er að skoða stöðu kvenna í íslenskum stjórnum og hvernig hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja hefur þróast á seinustu árum. Skoðað var sérstaklega hvort hin svokölluðu gylltu pils finnist á Íslandi, ásamt tilvist karla sem sitja í mörgum stjórnum. Á sama tíma voru dregin fram viðhorf nokkurra kvenna sem sitja í mörgum stjórnum til áhrifa kynjakvóta, til gylltra pilsa og áhrifa krítísks massa (að minnsta kosti 20% hlutfall í stjórn).
    Rannsóknin var tvíþætt og byggðist á eigindlegri aðferðafræði. Annarvegar var gögnum út frá 150 veltuhæstu fyrirtækjum landsins samkvæmt Frjálsri verslun – 2015 og þeim safnað saman. Samansöfnuð gögn innihéldu nöfn og stjórnarstöðu stjórnarmeðlima ásamt stærð stjórnar. Samsvarandi gögn voru fengin fyrir árið 2010 og gagnasettin skoðuð og greind. Út frá gagnasettunum var fjöldi kvenna sem sat í mörgum stjórnum greindur og skoðað hvort einhverjar tilheyrðu hinum svokölluðu gylltu pilsum. Meðal annars var skoðað hvort staða karla væri frábrugðin hvað varðar setu í mörgum stjórnum og hvort krítískur massi hefði breyst innan stjórna á milli ára. Hinsvegar voru tekin viðtöl við þrjár konur sem sitja í fleiri en þremur stjórnum stórra fyrirtækja.
    Samkvæmt niðurstöðum gefa tölurnar ekki tilefni til ætla að gylltu pilsin séu algeng í kjölfar kynjakvóta, þó að til séu dæmi um einstaka konur. Því má áætla að tilvist gylltra pilsa sé í afar litlum mæli hér á Íslandi. Hinsvegar sýndu töluleg gögn að tilvist karla sem sitja í mörgum stjórnum væri í mun meiri mæli. Niðurstöður, tölulegar ásamt viðhorfi kvenna, sýna að bæði kynin ná krítískum massa hjá um 80% stjórna á lista árin 2010 og 2015. Einnig skal tekið fram að karlar ná krítískum massa í öllum stjórnum út frá tölulegum gögnum árið 2015 sem er 3% lækkun frá árinu 2010. Enn hallar á konurnar og hefur orðið aukning á stjórnum þar sem konur ná ekki krítískum massa úr 18% árið 2010 í 23% árið 2015. Því má áætla að kynjakvótinn sé að vernda karlanna líka.

Samþykkt: 
  • 27.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-lokaskilskemma.pdf607.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna