is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25458

Titill: 
 • Ummyndun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ljósmynd er ríkur þáttur í lífi samtímamannsins. Mikill meirihluti íbúa hins vestræna heims hefur aðgang að snjallsíma, búinn myndavél sem óspart er brúkuð. Stafræna byltingin hefur gert fólki auðvelt að taka ótal myndir og deila á auðveldan máta. Því er ekki lengur þörf á að prenta út myndir og raða í albúm heldur hafa albúmin færst yfir í stafrænan búning fyrir tilstilli samfélagsmiðla og um leið opnað fjöldanum aðgang að þeim. Leiða má líkum að því að mynd- og sjónlæsi fólks hafi aukist eftir því og sjónrænn hluti menningarheims okkar hefur líklega aldrei verið jafn fjölbreyttur og aðgengilegur.
  Myndlistaverk mín eru afsprengi þessa menningaheims. Ég ferðast um í hversdagleika daglega lífsins og mynda það sem fyrir augu ber eða fangar mig hverju sinni. Myndirnar eru af formum, ljósum, áferð eða hverskonar rými, náttúrulegu eða tilbúnu.
  Í myndasarpinn leita ég þegar ég vinn myndlist og rannsaka stöðu, möguleika og framsetningu ljósmynda innan heims myndlistar
  Leiðarstef rannsóknarinnar er leit að formi þar sem þrír meginþættir liggja til grundvallar. Staða og hlutverk áhorfenda, rými og efniskennd myndanna og í þriðja lagi sjálft ferli myndverkanna, frá hugmynd að niðurstöðu. Ummyndun er næsti viðkomustaður rannsóknarinnar, verk sem sett var upp á útskriftarsýningu meistanema í myndlist við Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni á vordögum 2016. Verkið var viðbragð við rýminu í formi ljósmyndaverks grundvallað á þeim rannsóknarþáttum sem taldir eru upp hér að framan.

Samþykkt: 
 • 27.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThordisJohannesdottir_MaRitg_2016.compressed.pdf2.29 MBLokaður til...18.05.2100HeildartextiPDF