Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2546
Ritgerðin fjallar um íslenska lífeyriskerfið þróun þess og stöðu. Fjallað er um þá fullyrðingu að íslenska lífeyrissjóðskerfið standi framar öðrum og ef svo er hvaða rök liggi að baki, sænska lífeyriskerfið er haft til hliðsjónar.
Í upphafi er rakin saga íslenska lífeyriskerfisins. Þrjú mikilvæg skref voru tekin á síðasta áratug síðustu aldar, einkum þó á árinu 1997 en þá voru samþykkt almenn lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Fjallað var sérstaklega um hvað felst í 36 gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
Mikill vöxtur hefur verið í lífeyrissjóðakerfinu hér á landi undanfarin ár og hefur eignasamsetning lífeyrissjóðanna breyst töluvert. Farið er yfir hvernig raunaukning hreinnar eignar lífeyrissjóðanna hefur þróast síðastliðin ár sem og eignasamsetningu lífeyrissjóðanna, en hlutdeild hlutabréfa og erlendra eigna hefur aukist til muna á síðustu árum.
Lífeyriskerfi eru misjafnleg útfærð eftir löndum og er farið stuttlega yfir sænska lífeyriskerfið til samanburðar og í framhaldi af því gerður samanburður á tveimur lífeyriskerfum, gegnumstreymi og sjóðsöfnun.
Að lokum er farið yfir stöðu íslenska lífeyriskerfisins og er niðurstaða höfundar sú að á Íslandi hefur verið byggt upp gott sjóðsmyndandi kerfi með skylduaðild og samtryggingu. Það er þó ekki ónæmt fyrir þjóðlegum sem alþjóðlegum breytingum og því mikilvægt að vel sé fylgst með þróun lífeyrismála og lífeyriskerfið endurbætt ef þörf krefur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jenny_Gudmundsdottir_05_2009_fixed.pdf | 822.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |