is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25477

Titill: 
 • Um fagurfræði hversdagsleikans og dálítinn sjó
 • Titill er á ensku Of everyday aesthetics and slight sea
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Yuriko Saito hefur fjallað sérstaklega um fagurfræði veðursins í rannsóknum sínum á fagurfræði hversdagsleikans. Hún segir að veðrið sé eitt af því síðasta sem mannfólkið hefur ekki náð tökum á að stjórna og sé því góð og stöðug áminning til okkar að við höfum ekki stjórn á öllu í lífinu. Í stað þess að finna til vanmáttar gagnvart náttúrunni þurfum við að gefa þeirri staðreynd fagurferðilegt gildi og finna til auðmýktar.
  Óafturkræfar breytingar hafa orðið á jörðinni vegna umgengni mannkynsins og meðal annars loftslagsbreytingar sem ekki er séð fyrir endann á og enn er verið að afneita þeirri staðreynd. Hver upplifun er einstök, augnablikið er einstakt og það kemur aldrei aftur eins og ljósmynd sem smellt er af. Við ákveðum rammann sjálf. Við veljum hverju við tökum eftir.
  Verkefnið mitt er listrannsókn, þar sem ég tók ljósmyndir og viðtöl við veðurathugunarfólk á átta stöðum á landinu. Verkið Dálítill sjór er sýnt í Þjóðminjasafni Íslands í maí 2016. Í verkefni þessu skoða ég fagurfræði hversdagsleikans, set listrannsókn mína á veðri í samhengi við hana og dreypi á umhverfislæsi og beini þar með sjónum að möguleikum listmenntunar í umhverfismennt. Með þessu verkefni vil ég benda á mikilvægi þess að vera læs á umhverfi sitt og að það sé markviss kennt í skólakerfinu og þá ekki síst í gegnum listir sem getur svo stuðlað að auknu næmi fyrir umhverfi og náttúru.

 • Útdráttur er á ensku

  In her researches on everyday aesthetics, Yuriko Saito has written especially about the weather. According to her, the weather is one of the last frontiers of human manipulation and control and serves as a reminder that not everything around us is subject to our control. Rather than lamenting and feeling frustrated with our impotence before the force of nature, it can be a source of aesthetic pleasure, if we learn to humble ourselves. Inversible changes have been effecting the planet because of human behavior, including climate changes. Each experience is unique, every moment happens only once, like snapping a photo. We decide the frame, we decide what we give importance.
  My work is an artistic research, consisting of photographing, writing and interviewing. The result is the exhibition Slight Sea in the National Museum of Iceland in May 2016. In this project I examine everyday aesthetics and connect my artistic research on weather to it, touching on environmental literacy and possibilities of art in environmental education. My goal is to emphasize the importance of environmental literacy for everyone. My believe is that art education can can increase empathy for the environment and nature.

Samþykkt: 
 • 28.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um fagurfræði hversdagsleikans og dálítinn sjó_Kristín Bogadóttir.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna