is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2548

Titill: 
  • Er markaður fyrir afþreyingartjaldsvæði á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þesari ritgerð mun höfundur leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Er markaður fyrir afþreyingartjaldsvæði á Íslandi? Með afþreyingartjaldsvæði er átt við tjaldsvæði sem býður uppá skipulagða afþreyingardagskrá fyrir bæði börn og fullorðna. Til að komast að því var lagður fyrir spurningarlisti með 25 spurningum og var markmið hans að svara rannsóknarspurningunni. Til að byrja með var íslenski markaðurinn fyrir tjaldsvæði skoðaður í heild, sem og sá danski, og athugað hvort að þeim svipi til hvors annars. Einnig voru afþreyingartjaldsvæði, sem hafa svipaða hugsun á bak við sig í Danmörku skoðuð og séð hvernig þau standa á danska markaðinum.

    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að á Íslandi reynist vera markaður fyrir afþreyingartjaldsvæði og er markhópur þess fyrst og fremst fjölskyldufólk, eða fólk börn, eitt eða fleiri. Meirihluti þátttakenda velur afþreyingartjaldsvæði framyfir hefðbundið tjaldsvæði og mikill meirihluti þátttakenda hefur áhuga á að gista þar a.m.k. einu sinni yfir sumartímann. Einnig leiddu niðurstöður í ljós að fólk er yfirhöfuð tilbúið til að greiða 100-140% hærra gjald fyrir næturgistingu á afþreyingartjaldsvæði heldur en það þarf að greiða á hefðbundu tjaldsvæðunum. Það sem mikilvægast þykir að hafa í nágrenni svæðisins er sundlaug en einnig þykir mikilvægt að hafa hefðbundin leiktæki og aðstöðu fyrir sameiginlega kvöldvöku inná svæðinu. Suðurland er sá landshluti sem íbúar höfuðborgarsvæðisins sækja einna helst í en sá landshluti er einnig vinsæll meðal landsmanna allra. Þar af leiðandi er hægt að segja að besta staðsetning afþreyingartjaldsvæðis sé á Suðurlandi, í hæfilegri fjarlægð frá Höfuðborginni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VERSION_fixed.pdf992.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna