is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25495

Titill: 
  • Kaþarsis : í átt að hlýnun svarta gallsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð leita ég svara um hvað felst í því að nota sjálfið mitt í listsköpun og hvernig melankólían hefur áhrif á það ferli. Ætli listin sé verkfæri listamannsins til að skilja sjálfið betur? Verkfæri til að beisla ljósið í myrkrinu? Aðferð til hreinsunar innri þunga sálarinnar?
    Ástandið í sköpuninni og hinn melankólíski hugsunarháttur skapandi manna verður rakinn út frá vessakenningu Forn – Grikkja og kenningum Aristótelesar m.a. um harm sálarinnar í list sem hreinsandi fyrirbæri. Hugur minn varpar hugmyndinni líkt og tærri sýn er verður að upplifun sem er handan tungumálsins. Hvers vegna ætli það sé og hvaðan kemur hún? Þetta hlýtur allt saman að búa í undirmeðvitundinni. Draumar, undirmeðvitundin og birtingarmynd þeirra í listinni verður skilgreind út frá kenningum Carl G. Jung, súrrealisma og firringu raunveruleikans innan kvikmyndalistarinnar í verkum Luis Buñuel, Mayu Deren og David Lynch. Skynjun fær meira vægi en túlkun listaverksins og listin verður sett fram sem grunnþörf mannsins – fræðandi, nærandi og nauðsynleg til þess að öðlast jafnvægi í sálinni.

Samþykkt: 
  • 28.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25495


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAsaraosk (1).compressed.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna