is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25501

Titill: 
  • Hvers vegna styður Ísland þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi og standast gagnaðgerðir Rússlands gegn Íslandi þjóðarétt?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvers vegna Ísland tekur þátt í þvingunaraðgerðum Evrópusambandsins gagnvart Rússlandi og hvort að gagnaðgerðir Rússlands gegn Íslandi standist Þjóðarétt. Meginástæða þvingunaraðgerðanna er sprottin af innrás Rússa í Úkraínu, innlimun þeirra á Krímskaga og stuðningi þeirra við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Til að leitast við að svara hvers vegna umræddar aðgerðir Rússa leiddu til samstöðu hinna vestrænu ríkja um að grípa til þvingunaraðgerða er gerð ítarlega grein fyrir nokkrum grundvallarreglum þjóðaréttar sem meginmáli skipta. Umfjöllun grundvallarreglnanna er rakin með hliðsjón af háttsemi Rússa og varða þær helst skyldu til að virða friðhelgi landamæra og bann við beitingu vopnavalds. Þá verður einnig fjallað um skyldu aðila til að leysa úr málum sínum á friðsamlegan hátt, þjóðréttarsamninga og skuldbindingargildi þeirra. Rakin eru skilyrði þjóðréttarbrota og hvaða afleiðingar þau kunna að hafa í för með sér. Sérstakur kafli er um þvingunaraðgerðir en þar er að mestu leyti fjallað um aðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum og ákvörðun Íslands um að styðja þær aðgerðir. Einnig er komið inn á innflutningsbann Rússa á matvælum frá þeim ríkjum sem staðið hafa að þvingunaraðgerðunum en er sú umfjöllun eingöngu metin í tengslum við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins og Íslands. Þá er fjallað heimild ríkja sem orðið hafa fyrir þjóðréttarbroti til að grípa til gagnaðgerða. Metið er hvort að skilyrði gagnaðgerða hafi verið uppfyllt varðandi þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins annars vegar og varðandi innflutningsbann Rússa gegn Íslandi hins vegar. Niðurstöður benda til að þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi helgast af því að Rússar hafa þverbrotið fjölda alþjóðasamninga og stenst sú háttsemi hvorki grundvallarreglur þjóðaréttar né utanríkisstefnu Íslands. Þá verða gagnaðgerðir Rússlands gegn Íslandi taldar úr öllu samræmi við skilyrðum um beitingu lögmætra gagnaðgerða og stenst þar með ekki kröfur þjóðaréttar.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine why Iceland participates in the EU sanctions against Russia and if Russia‘s countermeasures against Iceland meets the obligations of international law. The main reason for the sanctions is due to the fact that Russia invaded Ukraine, their illegal annexation of Crimea and their support to the pro-Russian separatist in eastern Ukraine. In the attempt to answer why Russia's actions led to consensus decisions among western countries to adopt sanctions, some relevant basic principles of international law are explained in detail. The discussion of the General principle rules of international law is explained with regard to the conduct of Russia, most importantly the territorial integrity of State, and prohibitation on the use of force. There is a separate chapter about sanctions, regarding measures taken by the EU directed againgst Russia and the legal view of Icelands particapation in those measures. Subsequently, the Russian embargo on food from those countries that have adopted the sanctions will be covered, but the discussion is limited to the sanctions taken by the EU and Iceland. Those actions will be evaluated with reference to the right of an injured state to take countermeasures. The legal aspect of countermeasures of the sanctions adopted by the EU and Iceland directed against Russia on one hand, and the Russian embargo againt Iceland on the other hand. The conclution is basically that Iceland's participation in sanctions against Russia is due to the fact that Russias actions are a serious violation on a number of international agreements, and does that conduct not meet the principles of international law or the foreign policy of Iceland. Russia‘s countermeasures against Iceland are not in any way proportional in compliance wtih the conditions of a legal countermeasure and does therefore not meet the requirements of international law.

Samþykkt: 
  • 29.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA HELEN HERGEIRS.pdf549.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna