is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25503

Titill: 
  • Hagkvæmni sem sjónarmið við úrlausn samkeppnismála
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um meginreglur samkeppnisréttar við úrlausn samkeppnismála með áherslu á hagkvæmnissjónarmið. Í ritgerðinni er leitað svara við því hvað felst í markmiði samkeppnislaga og hvert sé hlutverk samkeppnisyfirvalda við úrlausn samkeppnismála. Fyrsti kaflinn fjallar um markaðsgerðir og kenninguna um fullkomna samkeppni þar sem því er lýst hvernig virk samkeppni stuðlar að neytendaábata. Í öðrum kafla er fjallað um kostnaðarhugtök og rekstur fyrirtækja á virkum samkeppnismarkaði í þeim tilgangi að útskýra hvað felst í framleiðsluábata. Í þriðja kafla er fjallað um tilgang og markmið samkeppnislaga og hlutverk samkeppnisyfirvalda. Í fjórða kafla er fjallað um áherslur og nálgun samkeppnisyfirvalda við úrlausn samkeppnismála. Fimmti kafli fjallar um bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu þar sem áherslan er lögð á umfjöllun um jafn hagkvæman keppinaut. Sjötti kafli fjallar um bann við samkeppnishamlandi samráði og samstilltum aðgerðum innan samtaka fyrirtækja. Áherslan er lögð á þau hagkvæmnissjónarmið sem koma til skoðunar þegar samtök fyrirtækja sækja um undanþágu frá bannákvæðum samkeppnislaga. Sjöundi kafli fjallar um hagkvæmnissjónarmið við efnislegt mat á samruna og setningu skilyrða fyrir samruna fyrirtækja. Það kemur til umfjöllunar hvernig hægt er að réttlæta samkeppnishamlandi háttsemi fyrirtækja á grundvelli þeirrar hagkvæmni sem henni fylgir. Niðurstaðan er að Samkeppnisyfirvöld ættu að fylgja þeirri meginreglu að skilvirkni fyrirtækja sé best til þess fallin að vinna að hagkvæmri nýtingu framleiðsluþátta þjóðfélagsins.

Samþykkt: 
  • 29.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-hagkvæmni.pdf635.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna