is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25506

Titill: 
  • Ákvæði 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um húsbrot
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni verður fjallað um brot gegn 231. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem kallað hefur verið húsbrot. Með ritgerðinni verður leitast við að skoða hvenær húsbrot telst framið og hvenær ekki. Nánar tiltekið mun vera fjallað um þá þætti sem valda því að háttsemi uppfylli verknaðarliði 231. gr. hgl. og grundvallast efni ritgerðarinnar á því. Einnig verður fjallað um tengsl 231. gr. hgl. við ákvæði 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Farið verður stuttlega yfir sögu 231. gr. hgl. og þær breytingar sem orðið hafa á ákvæðinu. Við umfjöllunina verður dómaframkvæmd Hæstaréttar- og héraðsdóms í málum er varða húsbrot skoðuð. Á þann hátt er gerð grein fyrir álitaefninu og varpað ljósi á það hvaða viðmiðum dómstólar beita við úrlausn slíkra mála og hvernig þeir komast að lagalegri niðurstöðu. Samkvæmt a. lið. 1. tl. 242. gr. hgl. sæta húsbrot ákæru eftir kröfu þess manns sem misgert er við en í ritgerðinni verður fjallað nánar um hvað í því felst. Síðan verður fjallað um saknæmisskilyrði brots gegn 231. gr. hgl. og að því loknu verður farið yfir samspil lagaákvæða þegar húsbrot samkvæmt 231. gr. hgl. hefur verið framið ásamt fleiri refsiverðum brotum. Einnig verður stuttlega farið yfir þær refsihækkunarheimildir sem heimilt er að beita samkvæmt ákvæðinu. Í lok ritgerðarinnar verða helstu niðurstöður og þau atriði sem vöktu athygli höfundar dregin saman.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will discuss the violation of Article 231 of the General Penal Code No. 19/1940, the act of breaking and entering, and the factors that determine when that act is in fact committed and when it is not. More specifically, the factors that determine the fulfilment of the act, as defined by Article 231 of the General Penal Code, will be discussed, and thus form the basis of the essay. The essay will discuss the stipulation‘s relation to Article 71 of the Constitution of the Republic of Iceland, No. 33/1944. Furthermore the essay will shortly discuss the history of Article 231 of the General Penal Code and subsequent changes. Throughout the essay a case law analysis of the Supreme Court and district court in cases of breaking and entering is made as well as an attempt to examine the court‘s interpretation of the stipulation and how it has been applied. According to subsection a., section 1, of Article 242 of the General Penal Code, cases of breaking and entering are prosecuted after a request is made by the injured party. This will be discussed in more detail in the essay. The culpability conditions of violations of Article 231 of the General Penal Code will also be analysed before a discussion of the interaction of legal provisions when breaking and entering, according to Article 231 of the General Penal Code, is committed, along with other punishable violations. Lastly, this essay will shortly look at which warrants of increased penalty are permittable according to the stipulation, before the conclusion and the author‘s key issues are summed up.

Samþykkt: 
  • 29.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- Ákvæði 231. gr. hgl. um húsbrot.pdf451.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna