Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25509
Ritgerð þessi er á sviði vinnumarkaðsréttar og er markmið hennar að rannsaka og gera grein fyrir því hvað felst í verkfallsrétti opinberra starfsmanna, hvort verkfallsrétturinn sé beittur eða bitlaus sem vopn í kjarabaráttu þeirra opinberu starfsmanna sem falla undir lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 (kjarasamningslög). Sérstök áhersla er lögð á að komast að því hvernig verkfallsrétturinn varð til, á hvaða sjónarmiðum hann byggir, hvernig hann takmarkast og hvaða áhrif það hefur á beitingu hans.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að bitmáttur verkfallsréttarins byggir að miklu leyti á því með hvaða hætti stéttarfélögin beita honum í framkvæmd og hverjar mótaðgerðir ríkisins eru í kjölfarið. Stéttarfélögin, eða heildarsamtök þeirra, geta tekið sig saman og beitt verkfallsréttinum með áhrifameiri hætti með því að tefla fram þeim hópum sem mest áhrif hafa á ríkið til þess að semja. Aftur á móti hafa stjórnvöld úrræði til þess að draga úr styrk verkfallsréttarins, fyrst og fremst með takmörkunum 19. gr. kjarasamningslaga og gerð undanþágulista en auk þess getur ríkið að lokum bundið endi á verkföll með lagasetningu
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Beittedabitlaust_alexandragudjonsdottirML.pdf | 303,85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |