is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25511

Titill: 
 • Ábyrgð farsala á farþegum og farangri í sjóflutningum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um ábyrgð farsala á farþegum og farangri samkvæmt V. kafla siglingalaga nr. 34/1985. Þar er m.a. að finna sérreglu um að ábyrgðin skuli yfirleitt takmörkuð við tilteknar hámarksfjárhæðir. Þetta byggir á Aþenusamningnum frá 1976 en fjárhæðinar sjálfar eru miðaðar við þágildandi siglingalög hinna Norðurlandanna. Með bókun við Aþenusaminginn árið 2002 voru takmörkunarfjárhæðir samningsins hækkaðar umtalsvert og hafa hinar Norðurlandaþjóðinnar m.a. breytt sínum siglingalögum til samræmis við það. Með lögum nr. 49/2015 var reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 392/2009 (Aþenureglugerðin) innleidd í íslenskan rétt en hún hefur m.a. að geyma takmörkunarfjárhæðir Aþenusamingsins frá 2002. Reglugerðin gildir þó aðeins um skip í millilandasiglingum og skip í innanlandssiglingum í flokki A og B, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB. Ljóst er hins vegar að flest farþegaskip hér á landi eru í flokki C og D. Í reglugerðinni er aðildarríkjum þó veitt heimild til að láta hana einnig ná til slíkra skipa en vegna andstöðu Samtaka atvinnulífsins og Samtaka ferðaþjónustunnar var ákveðið á nýta ekki þá heimild.
  Í ljósi framangreinds er markmið ritgerðarinnar að kanna hvort farþegar með skipum í flokki C og D njóti fullnægjandi réttarverndar. Þannig er í fyrsta lagi gerður samanburður á réttarstöðunni eftir því hvort hún fari eftir Aþenureglugerðinni eða öðrum ákvæðum V. kafla siglingalaganna. Í öðru lagi er réttarstaðan borin saman við það sem gildir í land- og loftflutningum. Þá er í þriðja lagi leitast við að kanna hvort umræddar hækkanir á takmörkunarfjárhæðum siglingalaganna muni leiða til verulegs kostnaðarauka fyrir viðkomandi útgerðir. Niðurstaða höfundar er sú að farþegar með skipum í flokki C og D njóti veikari réttarstöðu en gildir um skip í flokki A og B, sem og þegar miðað er við aðrar tegundir farþegaflutninga. Þá telur höfundur að sú vátryggingarskylda sem siglingalögin og Aþenureglugerðin bera með sér leiði til þess að umræddar hækkanir muni ekki fela í sér verulegan kostnaðarauka.

 • Útdráttur er á ensku

  The primary subject of this thesis is the liability of carriers with respect to passengers and their luggage under chapter V of the Maritime Code no. 34/1985. The chapter provides that the liability should generally be limited to a specific amount. These provisions are based on the Athens Convention of 1976, but the liability limitations themselves are based on the maritime codes of the other Nordic countries in force at the time. The levels of liability limitations were increased considerably with an protocol to the Athens Convention in 2002, and the other Nordic countries have amended their legislation accordingly. Through legislation no. 49/2015 Iceland implemented the Regulation (EC) no. 392/2009 of the European Parliament and of the Council (Athens Regulation) that includes the increased liability limitation of the Athens Convention of 2002. However, the liability limitation only applies to international and domestic voyages in categories A and B, as provided for by European Counsel and Parliament Directive 2009/45/EC, but most passenger ships currently operated in Iceland belong to categories C and D. Under the Athens Regulation, member states can extend the increased liability limitation to categories C and D, but this has not been pursued in Iceland because of push-back from the Confederation of Icelandic Employers (SA) and the Icelandic Travel Industry Association.
  In light of the above, this thesis will seek to assess whether passengers of ships in categories C and D enjoy sufficient legal protection. First, a comparison is made between the legal protection offered by the Athens Regulation and other provisions in chapter V of the Maritime Code. Second, a comparison is made with the legal protection offered by air and ground transport. Third, an assessment is made as to whether the increased level of liability limitation would result in a significant cost increase for carriers. The thesis concludes that passengers of ships in categories C and D enjoy a weaker legal protection than passengers on ships in categories A and B, as well as compared to other modes of transport. It also concludes that the compulsory insurance, provided for by the Maritime Code and the Athens Regulation, do not result in a significant increase in cost for carriers.

Samþykkt: 
 • 30.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25511


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ábyrgð farsala á farþegum og farangri í sjóflutningum (AEH).pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna