is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25513

Titill: 
 • Sönnun orsakatengsla í líkamstjónum: til hvers er horft við sönnun orsakatengsla milli tjónsatburðar og afleiðinga hans?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari verða sönnun orsakatengsla í líkamstjónamálum, með áherslu á sönnun milli tjónsatburðar og afleiðinga hans, gerð skil. Lögð verður áhersla á þau atriði sem Hæstiréttur hefur litið til við þetta sönnunarmat, meðal annars á sönnunargögn. Í upphafi ritgerðar verður gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um sönnun í einkamálaréttarfari þar sem sönnun í líkamstjónamálum grundvallast af þeim reglum. Meginþungi ritgerðarinnar er þó dómarannsókn þar sem rannsakaðir eru allir þeir dómar sem féllu í líkamstjónamálum er varða þessa hlið orsakatengsla á tíu ára tímabili, það er frá 1. janúar 2006 – 1. janúar 2016. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það til hvers Hæstiréttur horfir við sönnunarmat á orsakatengslum milli tjónsatburðar og afleiðinga hans og hvort líkindi séu á milli Norðurlandanna, þá einkum Noregs og Íslands, við þetta sönnunarmat.
  Rannsóknin leiddi í ljós að heildarmat fer fram í hverju og einu tilviki þar sem mál eru ólík í eðli sínu og því erfitt að setja fram hlutlægan mælikvarða um það á hverju skuli byggt við sönnunarmatið. Beina tengingu mátti þó sjá milli þess að því fyrr sem tjónþoli leitar læknis þeim mun líklegra er að sönnun orsakatengsla takist milli tjónsatburðar og afleiðinga hans og einnig ef fyrra heilsufar tjónþola var almennt gott. Þá auðveldar það sönnun ef hægt er að vísa í frumgögn sem staðfesta framburð tjónþola á fyrstu stigum máls. Af rannsókninni mátti sjá að Hæstiréttur hefur óbeint verið að vísa til þeirra viðmiða sem sett hafa verið fram í norskri réttarframkvæmd er varðar sönnunarmat á hálstognunaráverkum, án þess að gera að skilyrði að öll þau viðmið þurfi að vera uppfyllt. Þá verður almennt ekki séð að um mjög strangt sönnunarmat er að ræða.

 • Útdráttur er á ensku

  Proof of causality in physical harm cases:
  What factors are considered relevant to proofing a causality between incident of inflicted harm and its repercussions?
  This thesis will examine standards of proof in physical harm cases, especially the proofing of causality between incident of inflicted harm and its repercussions. A special emphasis is put on the factors that the Supreme Court considers relevant to proofing a causality. First the rules of proof that apply in private law procedures are introduced, as proofing in physical harm cases is based on these rules. However the brunt of the thesis will be a case study where all judgments passed for the past ten years (1st of January 2006 – 1st of January 2016) in physical harm cases, and cover this type of causality, are examined. The aim of the study is to shed a light on which factors the Supreme Court considers relevant to proofing a causality between incident of inflicted harm and its repercussions, and also whether there are similarities between the Nordic countries, especially Norway and Iceland.
  The study revealed that in each case an overall evaluation of evidence is made, as each case varies fundamentally. Therefore it is problematic to put forth a specific framework dictating the basis of value for standards of proof. However a direct link was found that the sooner the injured seeks medical attention the more likely it is that a causation is established between incident of inflicted harm and its repercussions. The same applies if the injured health was generally good prior to the event. Also proof of causality is more easily established if original documents support early testimony of the injured. The study revealed that the Supreme Court indirectly refers to the set of guidelines established in Norwegian court rulings in regards to proof of causality in neck injuries. Generally it was found that demands to proof of causality in physical harm cases are not very strong.

Samþykkt: 
 • 30.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð -Birna Kristín Baldvinsdóttir (3).pdf579.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna