is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25514

Titill: 
 • Landamæralaus viðskipti - Virðisaukaskattur í alþjóðlegum viðskiptum með sérstakri áherslu á rafrænt afhenta þjónustu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rafrænt afhent þjónusta er án landamæra. Staðsetning kaupanda og seljanda skiptir ekki máli og er þjónustuna hægt að veita hvenær sem er, hvar sem er í heiminum. Því er ljóst að skattlagning rafrænt afhentrar þjónustu getur verið flókin í alþjóðaviðskiptum. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að fjalla um þær reglur sem gilda vegna sölu á þjónustu til erlendra aðila og kaupa á þjónustu erlendis frá samkvæmt lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt með sérstakri áherslu á rafrænt afhenta þjónustu til hliðsjónar við leiðbeiningarreglur OECD sem gefnar voru út árið 2015 og tilskipun Evrópusambandsins nr. 112/2006 um virðisaukaskatt.
  Í upphafi ritgerðar verður fjallað almennt um virðisaukaskatt, forsögu hans hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Því næst verður fjallað ítarlega um innlendar réttarreglur hvað varðar virðisaukaskattlagningu á rafrænt afhentri þjónustu og skattframkvæmd rakin sérstaklega hvað varðar nýtingarstað rafrænt afhentrar þjónustu. Þá verða leiðbeiningarreglum OECD og framkvæmd innan Evrópusambandsins gerð góð skil og hlaupið hratt yfir norskar réttarreglur til samanburðar. Loks verður sjónum beint að íslenskri framkvæmd og henni gerð góð skil en í kjölfarið verður fjallað lítillega um virðisaukaskattlagningu á starfsemi gagnavera hér á landi. Sú umfjöllun endurspeglar vel hversu mikil þörf er á úrbótum hér á landi hvað varðar reglur um virðisaukaskattlagningu á rafrænt afhentri þjónustu.
  Skoðun höfundar leiddi í ljós að þær reglur sem gilda hér á landi eru að meginstefnu í samræmi við leiðbeiningarreglur OECD og tilskipun Evrópusambandsins nr. 112/2006 um virðisaukaskatt. Þeim getur þó verið erfitt að fylgja eftir í framkvæmd. Skiptir nýtingarstaður þjónustu lykilmáli en framkvæmd skattyfirvalda hefur verið nokkuð á reiki hvað varðar túlkun á nýtingarstað þjónustu auk þess sem hvergi er að finna leiðbeiningar um það hvernig ákvarða skuli nýtingarstað þjónustu. Nauðsynlegt er fyrir skattyfirvöld að bregðast við þeirri hröðu þróun sem á sér stað meðal rafrænna viðskipta og gera skattaumhverfið hér á landi að fýsilegri kosti fyrir erlenda aðila.

 • Útdráttur er á ensku

  Electronically supplied services have no borders. The location of the supplier and the buyer is irrelevant, and the service can be given anytime, anywhere in the world. For that reason, e-commerce presents a major challenge for tax administrations determining taxation rights. This thesis deals with Icelandic rules regarding taxability of cross-border sale and purchase of services according to VAT act no. 55/1988 with emphasis on taxability of electronically supplied services. It will be discussed whether they comply with the updated 2015 version of the OECD international Guidelines on VAT/GST and the Council Directive of the European Union no. 2006/12/EC.
  The approach of the thesis is to begin addressing VAT in general and the origin and spread of VAT from an Icelandic and international perspective. This is followed by detailed coverage of the relevant provision in domestic VAT legislation on electronically supplied services and the Icelandic Tax Authorities’ interpretation regarding place of consumption.
  Thereupon, OECD VAT/GST Guidelines and EU administration will be discussed, and Norwegian VAT rules on electronically supplied services will be covered in brief. Icelandic practice will be thoroughly examined followed by a brief discussion on VAT-related issues for data centers in Iceland; the latter subject reflects the need for improvements regarding VAT rules on electronically supplied services in Iceland.
  The author’s examination revealed that the rules in question mainly comply with the aforementioned OECD rules and the EU VAT directive on the subject. However, the rules can be hard to prosecute. As previously stated, the place of consumption is a key subject, but the rules implemented by the Directorate of Internal Revenue and decisions by the State Internal Revenue Board do not give clear guidance on how to determine the place of consumption. Moreover, no guidelines on how to do so have been issued.

Samþykkt: 
 • 30.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25514


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BrietKristyGunnarsdottir ML ritgerd (1).pdf798.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna