is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25515

Titill: 
  • Lagaleg staða óhefðbundinna lækninga : er lagabreytinga þörf?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða lagalega stöðu óhefðbundinna lækninga samkvæmt lögum um græðara, nr. 34/2005. Sú rannsóknarspurning sem leitast er við að svara er hvort lagabreytinga sé þörf í ljósi reynslunnar af framkvæmd laganna. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. laganna skal endurskoða lögin ekki seinna en 5 árum eftir gildistöku þeirra. Það hefur ekki verið gert.
    Óhefðbundnar lækningar eiga sér langa sögu á Íslandi. Með stofnun embættis landlæknis árið 1760 var ólærðum, bannað að stunda lækningar. Þeir sem eftir það stunduðu óhefðbundnar lækningar voru þá nefndir skottulæknar. Það var svo ekki fyrr en lög um græðara tóku gildi árið 2005 að óhefðbundnar lækningar voru lögleiddar á Íslandi ásamt reglugerð um frjálst skráningarkerfi græðara. Áður höfðu norsk og dönsk stjórnvöld innleitt lög um óhefðbundnar meðferðir. Þau lög voru í forgrunni þegar íslensku lögin voru samin og er frumvarp til laga um græðara í grunninn það sama og norska frumvarpið um sama efni. Í ljósi þess að íslensku lögin hafa ekki verið endurskoðuð var löggjöf Noregs og Danmerkur skoðuð ásamt þeim breytingum sem þar hafa verið gerðar til að varpa ljósi á þá þróun sem orðið hefur í löggjöf landanna og bera það saman við stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi. Í viðtölum var leitast eftir að fá innsýn í reynslu fagaðila af löggjöfinni og því regluverki sem henni fylgir, með tilliti til þess hvort lagabreytinga væri þörf.
    Í samanburði við Norðurlöndin má sjá að Ísland hefur dregist aftur úr hvað löggjöfina varðar. Helsta niðurstaðan er sú að íslensku lögin eru ekki nógu afdráttarlaus og eru oft á tíðum óræðin. Að mati höfundar er lagabreytingar þörf. Æskilegt er að löggjöf sé skýr og gefi borgurunum lágmarks leiðbeiningar um réttindi sín. Helsti annmarki laganna er að í þeim eru hvorki ákvæði um eftirlit eða tilkynningarskyldu með starfsemi græðara, né ákvæði um tilkynningar/ábendingar vegna starfsemi þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to examine the legal status of complementary and alternative medicine according to the law of healers, no. 34/2005, and to answer the research questions: Is law amendment needed? According to paragraph 10, the law is to be reviewed within 5 years from entry into force. That has yet to be done.
    Alternative medicine has a long history in Iceland. With the establishment of the Directorate of Health in the year 1760, nonmedical persons were forbidden to practice medicine. Alternative medicine were from that moment on known as quackery. In the year of 2005 the law on alternative medicine was established, together with the regulation of a free registration system for healers. Before the law on healers entered into force the Norwegian and the Danish authorities already had incorporated laws on alternative medicine. The Danish and the Norwegian laws were the model act in the making of the law on healers and are fundamentally the same.
    Since the law on healers have not been reviewed, the Danish and the Norwegian laws were examined, along with the law amendments from entry into force in order to irradiate the development in their legislation and to compare with the legal status of alternative medicine in Iceland. Interviews were taken in order to get a professionals perspective of the legislation in order to see if law amendment is needed.
    When compared to the Nordic countries, it is obvious that Icelandic legislation is has fallen behind.
    The main conclusion of this research is that the Icelandic law on healers are not transparent and law amendment is needed. Legislation needs to be clear/transparent in order for citizens to understand their rights. The laws main deficiency is that they do not contain a supervision clause nor a notification clause for the work of those who provide alternative treatments.

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25515


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lagaleg staða óhefðbundinna lækninga. Er lagabreytinga þörf (Bryndís).pdf804.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna