is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25521

Titill: 
  • Afmörkun íslenskra hafsvæða gagnvart nágrannaríkjum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þær aðferðir sem Ísland hefur beitt við afmörkun hafsvæða sinna. Farið er yfir þróun regluverksins um efnahagslögsöguna og landgrunnsins ásamt tilkomu Genfarsamninganna og Hafréttarsáttmálans. Farið er yfir réttindi og skyldur ríkja í efnahagslögsögunni og landgrunninu ásamt því að farið er stuttlega yfir réttindi og skyldur ríkja á alþjóðlega hafsbotnssvæðinu. Með tilkomu efnahagslögsögu hugtaksins í Hafréttarsáttmálanum ásamt ítarlegu regluverki um landgrunnið varð þörfin fyrir regluverki um afmörkun hafsvæða milli aðlægra og mótlægra ríkja meiri. Farið er yfir þær reglur sem gilda um úrlausn ágreiningsmála í Hafréttarsáttmálanum og þær leiðir sem ríki geta farið með deilumál sín um afmörkun hafsvæða. Í Hafréttarsáttmálanum er fjallað um skyldu til að afmarka hafsvæði milli aðlægra og mótlægra ríkja en ekki er fjallað um sérstaka aðferð við afmörkunina. Aðferðir við afmörkun hafsvæða hafa að mestu verið mótaðar í dómaframkvæmd dómstóla og gerðardóma og er því farið yfir þær aðferðir sem myndast hafa, bæði fyrir og eftir Hafréttarsáttmálann, ásamt því að fjallað er um aðferðir sem ríki hafa farið í milliríkjasamningum. Ísland hefur aldrei farið með deilumál sín, varðandi afmörkun hafsvæða, fyrir dómstóla eða gerðardóma en hefur aftur á móti farið með ágreining fyrir sáttameðferð. Ísland hefur gert fjóra samninga og tvö samkomulög um þau hafsvæði sem skarast við nágrannaríki sín. Eftir stendur eitt hafsvæði sem ekki hefur verið afmarkað með samningi eða samkomulagi. Þar sem Ísland hefur farið samningaleiðina er það ekki skyldugt til að beita þeim aðferðum sem beitt hefur verið í dómaframkvæmd en Ísland hefur samt sem áður, í samningum og samkomulögum sínum, nýtt margar þær aðferðir sem dómstólar og gerðardómar hafa myndað í dómaframkvæmd. Ísland hefur einnig farið óhefðbundnar leiðir við afmörkun hafsvæða utan 200 sjómílna sem önnur ríki hafa ekki áður farið í milliríkjasamningum.

  • Útdráttur er á ensku

    In this paper, the methods that Iceland has used in its maritime delimitation will be discussed. The development of the rules and regulations of the exclusive economic zone and the continental shelf is mentioned, along with the advent of the Geneva Conventions and UNCLOS coastal states’ rights and obligations. The rules of the maritime delimitation of these maritime zones are discussed, along with a brief discussion of the Area. With the advent of the exclusive economic zone in UNCLOS and the detailed rules of the continental shelf, the need for rules regarding maritime delimitations between adjacent and opposite coasts became more apparent. Rules regarding the settlement of disputes between coastal states in maritime delimitation disputes and the methods states can use with regards to settling disputes will be discussed. In UNCLOS, the obligation to delimit maritime zones is clear, but the method of delimitation is not to be found. The methods of delimitation have been made through jurisprudence and state practice, and therefore, these methods, as they took shape both before and after UNCLOS entered into force, will be discussed, along with state practice. Not including Iceland’s conciliation commission in 1981, Iceland has never settled disputes regarding maritime delimitation in court or by arbitral tribunal; it has negotiated all of its maritime delimitation with four agreements and two agreed minutes, but one area remains to be delimited. Since Iceland has always negotiated its maritime delimitation, it is not bound to the methods used by courts and tribunals. Iceland has nevertheless, in its agreements and agreed minutes, used most of the methods that courts and tribunals have used through jurisprudence in its maritime delimitations. Iceland has, however, also used unconventional methods in the delimitation of the continental shelf beyond 200 nautical miles, which neither courts and tribunals nor states have used before.

Samþykkt: 
  • 30.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Afmörkun hafsvæða - Lokaskil.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna