is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25526

Titill: 
 • Valdbeitingarheimildir lögreglu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvort heimildir lögreglu til valdbeitingar séu nægjanlega skýrar og í samræmi við reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna, útgefnar 22. febrúar 1999. Er þá bæði verið að vísa til þess að lagaheimildir og reglur leiddar af þeim séu það skýrar að lögreglumaður sem beita þarf valdi viti hvenær hann er innan heimilda og hvenær ekki og ekki síður er mikilvægt að almenningi sé ljóst hvernig verklagi lögregla fylgir og við hvaða aðstæður megi búast við svokallaðri stigaukandi valdbeitingu lögreglu.
  Í 2. kafla er fjallað um gildandi réttarheimildir hér á landi sem valdbeitingarheimildir lögreglu byggjast á og farið yfir afleiðingar þess að lögreglumenn gerast brotlegir í starfi. Í 3. kafla hinar helstu réttarheimildir á þessu sviði sem gilda í Danmörku aðallega en einnig í Noregi. Í 4. kafla er hinum svokallaða valdbeitingarstiga lögreglu sögð skil, allt frá fyrirmælum lögreglu á vettvangi, handtöku, beitingu hunds, gass, kylfu að beitingu skotvopns og í 5. kafla má finna tölfræðiupplýsingar um tíðni valdbeitingarúrræða frá árinu 2006 til ársins 2015. Í 6. kafla er gerð grein fyrir öðrum úrræðum sem lögregla hefur yfir að ráða en sem ekki falla undir valdbeitingarstigann, s.s. þvingun ökutækis út af vegi, notkun naglamottu og vegartálma auk þess hvar rafbyssa ætti að falla undir valdbeitingarstigann. Í 7. kafla er m.a. vikið að nokkrum áhrifaþáttum við valdbeitingu lögreglu sem skorið geta úr um hvort lögregla hafi verið innan eða utan starfsheimilda sinna með tilliti til valdbeitingarúrræða og mál nefnd í því samhengi. Í 8. kafla fara fram umræður og settar fram tillögur að úrbótum á valdbeitingarreglum lögreglu.
  Við rannsóknina var stuðst við lög, greinargerðir með lögum, siðareglur, dómaframkvæmd, fræðiskrif, upplýsingar úr fjölmiðlum og tölfræðiupplýsingar. Niðurstaða ritgerðarinnar er að lögregla starfar í langflestum tilvika innan heimilda gildandi laga og reglna þegar kemur að valdbeitingu. Aðeins í undantekningartilvikum er um að ræða mál sem falla utan heimilda.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis is to examine whether police’s authorisation in use of force is clear enough and is compatible with the current police conduct regulations, e.g. regulations of police’s use of force and treatment and use of firearms and less lethal weapons, published 22nd February 1999. A reference is being made that not only is the law, and regulations developed from it, clear enough that a police officer using force knows when he or she is within his or her rights and when not and not least that the general public understands what procedure the police is following and in which situation there may be a so-called progression in police use of force.
  In the second chapter the current common law in this country, which the police´s legal framework in the use of force is based on, is discussed and in the third chapter the main common laws in this area that are in force in Denmark mainly but also in Norway. In chapter four the so-called force continuum is examined, from police giving verbal commands at the scene, arrests, use of dogs, pepper spray, batons to the use of firearms and in chapter five there are statistics relating to the frequency of use of force from the year 2006 to the year 2015. In chapter six other methods that police may use, which are not part of the force continuum, are looked into. Examples include forcing a vehicle off the road, use of spike strips and road blocks as well as where a stun gun should feature on the force continuum. In chapter seven some of the influencing factors in the use of police force, which can determine whether the police were within their legal framework in the use of force or not, and cases relating to those are touched on among other things. The repercussions of police officers being accountable for their actions through the law are also discussed. In chapter eight there are discussions and suggestions on how to improve the legal framework for the use of force and chapter nine is the conclusion.
  Whilst researching laws, legislations, ethics, judicial process, academic writing, media information and statistics were used in corroboration. The conclusion of the thesis is that the police mostly works within the current legal framework when it comes to the use of force. Cases that fall outside the current legal framework are the exception rather than the rule.

Samþykkt: 
 • 30.6.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Valdbeitingarheimildir lögreglu 1.pdf1.16 MBLokaður til...28.05.2046HeildartextiPDF