is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25531

Titill: 
 • Vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi: samanburður á Jamaíka og Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerðin fjallar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á Jamaíka og vernd þeirra. Til samanburðar er litið til Íslands. Spurt er hvaða þættir í samfélagi það eru sem helst ýta undir að börn verði fyrir ofbeldi og hvort hægt sé að hafa áhrifa á, eða jafnvel fjarlægja slíka þætti börnum til verndar.
  Fjallað er um umfang kynferðislegs ofbeldis gegn börnum á Íslandi og á Jamaíka. Leita þarf vísbendinga á fleiri en einum stað. Því eru bæði skoðaðar opinberar tölur og fjallað um ýmsar rannsóknir og mælingar sem framkvæmdar hafa verið á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.
  Fjallað er um vernd barna í hverju ríki fyrir sig, núgildandi löggjöf, hvernig innleiðingu hennar hefur verið verið háttað og áhrif Barnasáttmálans á löggjöf beggja ríkja. Að því loknu er fjallað um ýmis samfélagsleg viðhorf sem hafa áhrif á vernd barna. Skoðað er hvernig flókið samspil marga mismunandi þátta, s.s. menningar, sögu, trúarbragða, efnahagsástands, stjórnmálaviðhorfa geta haft bein áhrif á það hvernig réttarreglur þróast.
  Niðurstöður sýna að þótt löggjöf sé sterk og samræmd alþjóðlegum stöðlum og viðmiðum þá hafa aðrir þættir veruleg áhrif á vernd barna og takmarka hana. Vilji löggjafans, sama hversu skýr hann er, verður aldrei meira en táknrænn við slíkar aðstæður.

 • Útdráttur er á ensku

  Protecting Children against Sexual Violence: A comparison of Jamaica and Iceland
  This thesis explores sexual violence against children in Jamaica and Iceland, respectively, and compares the two states. The comparison includes many aspects that both contribute to sexual violence thriving and work as obstacles to protect children.
  To understand the scale of sexual violence against children in each state, data collected by government, surveys and research will be analysed. Various attitudes, for example, towards the police and courts, will be explored and how they can affect the level of protection provided for children.
  First, legislation will be reviewed, followed by its implementation. The Convention on the Rights of the Child provides a good holistic child protection framework. Therefore, legislation in each state will be reviewed and whether its standards are harmonized with the Convention and its principles.
  Various factors, such as history, culture, economics and politics can easily influence how legislation develops in a country. Therefore all these factors will be included in the comparison. We must try to explore whether there are factors in our society that contribute to making children more vulnerable to sexual violence. After identifying those factors, we then have to analyse how and if it is possible remove them in order to provide children with better protection.
  The results of the thesis show that even though the current legislation corresponds to international norms and standards, local culture and attitudes can influence the level and degree of children’s protection so that legislation and the will of the legislator become, at most, symbolic.

Samþykkt: 
 • 4.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML2016LovisaArnardottir.pdf696.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna