is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25535

Titill: 
  • Klefalausir fangar : fullnusta refsidóma, málsmeðferðarreglur og grundvallarmannréttindi dómþola
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um bið eftir afplánun og réttarstöðu dómþola á boðunarlista Fangelsismálastofnunar. Ætíð hefur verið unnið eftir þeirri meginreglu að afplánun hefjist í beinu framhaldi af því er dómur verður fullnustuhæfur. Skilvirkt refsivörslukerfi hefur verið talið eitt af grundvallareinkennum lýðræðisríkja en nú er svo komið að fangelsiskerfið annar með engu móti þeim fjölda einstaklinga sem dæmdir hafa verið til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsinga.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um hugtökin afbrot og refsingar, ásamt því að fara yfir réttarheimspekilegar kenningar um tilgang og markmið refsinga. Því næst er fjallað um upphaf boðunarlistans sem má rekja til stefnubreytinga í alþjóðlegri refsipólitík sem skilaði sér í fleiri dómum og þyngri refsingum. Að því loknu er fjallað um þróun boðunarlistans á síðustu árum og hún borin saman við stöðu mála í Noregi áður en vikið er að þeim úrræðum sem stjórnvöld hafa stuðst við til að draga úr þenslu boðunarlistans. Því næst er fjallað um hæfilegan málsmeðferðartíma samkvæmt kröfum fullnustulaga nr. 15/2016 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í þeirri umfjöllun eru fyrirmæli fullnustulaganna jafnframt borin saman við samhljóða ákvæði í norrænum rétti og röksemdir færðar fyrir því að undirliggjandi hagsmunir leiði til þess að ríkari kröfur verði gerðar til málsmeðferðar við framkvæmd fullnustu óskilorðsbundinna fangelsisrefsinga. Þá verður vikið að grundvallarmannréttindum dómþola til réttlátrar málsmeðferðar í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. MSE ásamt banni við ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð samkvæmt 3. gr. MSE og 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem kannað er hvort löng bið eftir afplánun kunni að brjóta gegn þeim grundvallarrétti. Að því loknu er farið yfir þau einkaréttarúrræði sem dómþolar á boðunarlista geta gripið til og loks verða niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman og ályktanir af þeim dregnar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að núverandi framkvæmd við fullnustu refsidóma endurspegli ekki gildandi rétt og kunni að brjóta gegn grundvallarmannréttindum dómþola.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis is to discuss the legal status of the convicted whilst on the Prison and Probation Administration’s waiting list as well as the procedures during the waiting time for sentencing. As a general principle, sentencing usually takes place immediately after a judgement becomes enforceable. It is accepted that one of the main characteristic of a democratic society is an effective criminal justice system. However at present, our prison system is ill equipped to handle the number of convicted persons ordered to serve non-conditional sentences.
    To begin with, this thesis defines the concept crime and punishment as well as examines the philosophical theories in respect of the purpose and objective of sentencing. Following this, the paper discusses the commencement of the use of waiting lists, which can be attributed to policy changes in international criminal politics, which resulted in an increase in judgement and harsher punishments. Next, the paper discusses recent developments in respect of the use of the waiting list as compared with the situation in Norway, before state authorities resort to available alternatives aimed at reducing the expansion of the waiting list. The paper then discusses the reasonable processing time for the execution of non-conditional sentences, pursuant to the Act on Execution of Sentences no 15/2016 and the Administrative Act no 37/1993. Further, a comparative analysis is carried out between the stipulations of the Act on Execution of Sentences and identical provisions under Scandinavian law as well as present arguments that the underlying interests necessitate stricter conditions in respect of the procedures for the enforcement of judgments for non-conditional sentences. The paper furthermore raises questions on whether delays in the execution of a final judgment may violate the human rights of the convicted. In particular, the right to fair trial within the meaning of Article 70(1) of the Constitution no 33/1944, Article 6 of the European Convention on Human Rights along with Article 68(1) of the Constitution, cf. Article 3 of the Convention on the prohibition of inhuman and degrading treatment. Following this, the paper discusses the exclusive remedies available to the convicted whilst on Prison and Probation Administration’s waiting list and finally the conclusions of the paper is assessed and summarised. The main findings of the thesis are that the current procedure in respect of executing enforceable criminal judgments does not reflect applicable law and may possibly violate the basic human rights of the convicted.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_ Klefalausir_fangar2016.pdf1,28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna