Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25536
Ritgerðin fjallar um tilskipun Ráðsins 2004/113/EB um beiting meginreglunar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. Í ritgerðinni er leitast við að svara rannsóknarspurningunni að hvaða leyti kynjatilskipunin hefur haft áhrif á markaði með vörur og þjónustu innan Evrópu og á Íslandi og hvort ennþá vanti uppá að jöfn meðferð karla og kvenna nái fram að ganga. Verður þar sérstaklega kannað hvaða afleiðingar setning tilskipunarinnar hefur haft á markaði með vátryggingar í ljósi niðurstöðu Evrópudómstólsins í Test Achats málinu.
Í stuttu máli er niðurstaða rannsóknarinnar sú að áhrifa tilskipunarinnar gætir víða, til að mynda hafa líkamsræktarstöðvar, veitinga- og skemmtistaðir, hótel og hárgreiðslustofur þurft að aðlaga starfsemi sína að tilskipuninni. Helstu vankantar í framkvæmd tilskipunarinnar eru vegna óljóss undanþáguákvæðis í 5. mgr. 4. gr. tilskipunarinnar sem hefur leitt til ósamræmdrar framkvæmdar milli aðildarríkja. Þar sem helst vantar upp á að farið sé eftir ákvæðum kynjatilskipunarinnar á Íslandi er í verslun með vörur, en algengt er í verslunum að vörur sem markaðssettar eru sérstaklega fyrir konur séu verðlagðar hærra heldur en sambærilegar vörur sem ætlaðar eru karlmönnum. Í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Test Achats málinu var tryggingafélögum óheimilt að láta kyn vátryggðs hafa áhrif á iðgjöld trygginga. Almennt hafa tryggingafélög á íslandi uppfært skilmála sína í samræmi við tilskipunina, þó eru einhverjir misbrestir þar á í einhverjum tilvikum.
This thesis deals with Council Directive 2004/113/EC of 13 December 2004, which implemented the principle of equal treatment between men and women in the access to and supply of goods and services. The thesis seeks to determine to what extent the directive has affected the market with goods and services within Europe and within Iceland to examine whether any discrimination on the grounds of sex can be found in any area. In particular, the thesis will examine the directive’s consequences on insurance markets in the light of the Court of Justice ruling in the Test Achats case.
In short, the thesis demonstrates that the effects of the directive can be seen in many places; for example, gyms and fitness clubs, restaurants and clubs, hotels, and hairdressers and barbers have had to adapt their operations to the directive. The main shortcoming of the directive is the exemption made in article 4(5), which can lead to different interpretations between member states. The thesis demonstrates that discrimination can be found in supermarkets, where different prices are charged for the same products depending on whether they are intended for men or women. Following the Court of Justice ruling in the Test Achats case, insurance companies may not use sex as a factor in the calculation of premiums for the purposes of insurance. In general, Icelandic insurance companies have updated their terms in accordance with the directive, although a few companies have not yet implemented the directive into their terms.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Reynir Þór Garðarsson - ML ritgerð (LÆST).pdf | 969,72 kB | Lokaður til...31.05.2026 | Heildartexti |