is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25538

Titill: 
 • Upphaf tilkynningarfrests og fyrningarfrests í vátryggingamálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar annars vegar um frest sem vátryggður eða sá sem á rétt til bóta, hefur til að tilkynna vátryggingafélagi um tjón sitt, sbr. 1. mgr. 51. gr. og 1. mgr. 124. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Hins vegar fjallar ritgerðin um fyrningarfrest, en vátryggður eða sá sem á rétt til bóta þarf ávallt að hafa uppi kröfu um bætur innan fyrningarfrests svo krafa hans falli ekki niður fyrir fyrningu. Sérstaklega er sjónum beint að fyrningarákvæði 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem reynt hefur mikið á í dómaframkvæmd.
  Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir upphafspunkti tilkynningarfrests og fyrningarfrests auk þess að rannsaka dóma- og úrskurðarframkvæmd er varða þessa upphafspunkta. Þá felur rannsóknin í sér sérstakan samanburð á upphafstíma tilkynningarfrestsins annars vegar og fyrningarfrestsins hins vegar í því skyni að kanna hvort tímamarkið sé hið sama í báðum tilfellum þrátt fyrir ólíkt orðalag lagaákvæða um tilkynningarfrest annars vegar og fyrningarfrest hins vegar.
  Niðurstaða ritgerðarinnar varpar ljósi á inntak lagaákvæða um tilkynningarfrest og fyrningarfrest og þá merkingu sem Hæstiréttur Íslands leggur í orðalag ákvæðanna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að bæði upphafspunktur tilkynningar- og fyrningarfrests er mjög matskenndur og huglægur, sérstaklega hvað varðar líkamstjón þar sem endanlegar afleiðingar koma seint í ljós. Síðustu ár virðist sú stefna vera í dóma- og úrskurðarframkvæmd að upphafspunktur tilkynningarfrest og fyrningarfrest í persónutryggingum sé miðaður við það tímamark þegar tjónþoli sjálfur er talinn öðlast vitneskju um að hafa orðið fyrir varanlegu líkamstjóni.
  Enn fremur er niðurstaða rannsóknarinnar sú að Hæstiréttur Íslands virðist ekki gera sérstakan greinarmun á upphafspunkti tilkynningarfrests annars vegar og fyrningarfrests hins vegar, þrátt fyrir ólíkt orðalag lagaákvæðanna. Byrja frestirnir því í mörgum tilvikum að líða á sama tímapunkti. Virðist rétturinn þannig horfa fram hjá orðalagi ákvæðanna við ákvörðun á upphafstíma frestanna.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is firstly, to address the period injured has to give a Notice of a Claim to an Insurance company according to first Paragraph of Article 51 and first Paragraph of Article 124 of the Icelandic Insurance Contracts Act no. 30/2004. Secondly, the subject of this thesis is to address rules on the so called Limitation period, that is considered to be the time the injured is given to put forth a claim to demand compensation payment from the Insurance company. There will be a focus set on Article 99 of the Road Traffic Act no. 50/1987.
  The main purpose of this thesis is twofold. On the one hand the purpose is to strive to explain the beginning of these two periods and perform a special study of the judgements of the Icelandic Supreme Court’s and also the rulings of the Insurance Ruling Board, regarding the notification and the limitation period. On the other hand the thesis main purpose is to study whether the beginning of these two different periods, can actually be considered the same.
  The main conclutions are that the determination of the beginning of the notification period and the limitation period is at least very subjective. There are difficulties regarding execution of the period to give notice and the limitation period in case of a serious personal injury when the injury is not immediately apparent. In most cases the beginning of these two periods is when the injured knows he has suffered permanent injury.
  The results are also that the Supreme Court of Iceland has not differentiate the beginning of the notification period and the beginning of the limitation period, even though the provisions for these two periods are different. The Supreme Court seems to ignore the wording of the provisions.

Samþykkt: 
 • 4.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML_Silja_Stefans.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna