en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2553

Title: 
  • Title is in Icelandic Stjórnendur í opinbera og einkageiranum
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða viðhorf íslenskra stjórnenda í opinbera og einkageiranum til hvatningar, samskipta, breytinga og miðlunar upplýsinga. Megin tilgangurinn er að bera saman stjórnendur í opinbera og einkageiranum og hvort munur sé á körlum og konum.
    Framkvæmd var rannsókn þar sem eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt. Með því að taka viðtöl við tíu íslenska stjórnendur fimm karla og fimm konur. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig stjórnendur hvetja starfsmenn sína áfram í starfi. Einnig hvað hvetur stjórnendur mest í starfi, hvernig samskipta- og upplýsinga máta þeir nota og hvernig breytingar geta haft áhrif á stefnu skipulagsheilda. Helstu niðurstöður mínar eru að það er munur á því hvernig stjórnendur í opinbera og einkageiranum líta á hvatningu við starfsmenn. Stjórnendur voru sammála um að umbun væri mest hvetjandi fyrir starfsmenn og hrós var númer tvö. Konur leggja meira upp úr að hrósa starfsmönnum og það er algengara að hrósa innan einkageirans. Einnig er munur á hvað hvetur stjórnendur mest í starfi en árangur skiptir flesta mestu máli og er í fyrsta sæti hjá öllum stjórnendum í opinbera geiranum. Fleiri karlar en konur töldu árangur vera mikilvægan. Það sem einkenndi alla stjórnendurna var mikill metnaður og allstaðar miklar breytingar í gangi. Gagnsæi upplýsinga er að aukast og stjórnendur eru meðvitaðir um að góð samskipti skila mestum árangri.

Accepted: 
  • May 11, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2553


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
05_fixed.pdf710.32 kBLockedHeildartextiPDF