Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25541
Viðfangsefni ritgerðarinnar er umfjöllun um reglur og sjónarmið sem gilda um rammasamninga og framkvæmd þeirra. Rammasamninga á að gera í samræmi við þau innkaupaferli sem mælt er fyrir um í V. kafla laga um opinber innkaup nr. 84/2007. Rammasamningar eru gerðir um vöru og þjónustukaup vegna ýmissa sameiginlegra þarfa ríkisstofnana og er það jafnan á höndum Ríkiskaupa að annast innkaup fyrir ríkisstofnanir og ríkisfyrirtæki. Rammasamningar fela í sér nánari skilmála fyrir einstökum samningum sem gera á við einn eða fleiri kaupendur á tilteknu tímabili. Í lögum um opinber innkaup er að finna ítarlegt ákvæði um rammasamninga en auk þess er rammasamninga getið sérstaklega í nokkrum öðrum ákvæðum. Til að skoða reglur og sjónarmið sem gilda um rammasamninga voru ákvarðanir og úrskurðir kærunefndar á árunum 2000-2016 skoðaðir til þess að athuga hvort um framkvæmd þeirra giltu sérreglur eða sjónarmið. Eftir að hafa farið gaumgæfulega yfir sérákvæði í lögum um opinber innkaup nr. 84/2007 sem gilda um rammasamninga og farið yfir framkvæmd kærunefndar útboðsmála kom í ljós að framkvæmd rammasamninga er með öðru sniði en framkvæmd annarra innkaupaferla sem koma fyrir í lögum um opinber innkaup.
The subject of this thesis is to introduce the rules and considerations that apply to framework agreements and their implementation in Iceland. Framework agreements shall be concluded in accordance with the procedure laid down in Act No. 84/2007 on Public Procurement. Framework agreements are made on goods and services purchased for various common needs of government agencies and it is always in the hands of the State Trading Centre of purchasing for government agencies and enterprises. Framework agreements include precise terms for an individual contract to one or more buyers in a given period. The Act No. 84/2007 on Public Procurement particularly contains one detailed provision concerning framework but there are several other provisions in the Act that specifically mention framework agreements. To view the rules and considerations valid for framework agreements it is relevant to consider decisions of the Public Procurement Complaints Commission in the years 2000-2015 with regards to the principles and considerations that specifically apply to the framework agreements. After having reviewed attentively the specific provisions of the Public Procurement Act No. 84/2007 about framework agreements and the implementation of the Public Procurement Complaints Commission aiming to find out whether the conduct of the framework agreements needs to be considered from a special aspect or angle, it was my conclusion that it indeed needs special treatment. Implementation of the Public Procurement Complaints Commission confirms that they do need to be implemented in a special way.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Torfi- skemman.pdf | 742.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |