is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Law Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25542

Titill: 
 • Réttarstaða burðardýra í sakamálum á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að kanna réttarstöðu burðardýra í sakamálum á Íslandi. Réttarstaða burðardýra er rannsökuð með því að skoða þau lagaákvæði sem gilda um innflutning fíkniefna og litið til þess hvort ákvæði séu í alm. hgl. sem séu tæk dómara við ákvörðun refsingar burðardýra. Þá er leitast við að skilgreina hugtakið burðardýr, einkenni burðardýra, mismunandi stöðu þeirra og helsta hvata þeirra til að flytja ólögleg fíkniefni milli landa. Þá er rannsakað hvort burðardýr í fíkniefnamáli geti verið fórnarlamb mansals. Þá er refsing burðardýra rannsökuð og leitast við að svara þeirri spurningu hvort refsing þeirra sé mildari en refsing þeirra aðila sem skipuleggja, fjármagna og hagnast af sölu hinna ólöglegu ávana- og fíkniefna í framtíðinni. Í lok ritgerðar er litið til þess hvort þörf sé á nýrri meðferð mála við rannsókn, saksókn eða við ákvörðun refsingar burðardýra í fíkniefnamálum eða hvort tilefni sé til réttarbóta.
  Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að hugtakið burðardýr er hvergi skilgreint í alm. hgl. né í lögum um ávana- og fíkniefni. Þrátt fyrir það eru ákvæði í alm. hgl. sem tæk eru og dómari getur beitt við ákvörðun refsingar burðardýra í sakamáli. Þeim ákvæðum alm. hgl. er þó ekki beitt við ákvörðun refsingar burðardýra. Þrátt fyrir að tækum ákvæðum alm. hgl. sé ekki beitt sýnir dómarannsókn ritgerðarinnar fram á að refsing burðardýra er almennt mildari en refsing þeirra aðila sem skipuleggja, fjármagna og ætla sér lungann af ágóða af sölu hinna innfluttu fíkniefna. Refsing þeirra er þó þyngri en refsing þeirra aðila sem hafa milligöngu með fíkniefnainnflutningi. Þá sýndi rannsókn á mansalsákvæði alm. hgl. að fella mætti þá meðferð sem sum burðardýr verða fyrir undir verknaðarlýsingu mansalsákvæðis laganna. Þá er það niðurstaða ritgerðarinnar að ekki sé tilefni til að setja sérstakt ákvæði í alm. hgl. sem mildi sjálfkrafa refsingu burðardýra heldur sé ný meðferð mála við rannsókn, saksókn og ákvörðun refsingar nauðsynleg.

 • Útdráttur er á ensku

  This investigation looks at the legal status of drug mules in Iceland. It examines the legal provisions on the import of drugs and whether judges can use these provisions when sentencing drug mules.The investigation defines the term drug mule. It looks at their characteristics and motivations to move illegal drugs across borders. Are drug mules victims of human trafficking? We consider the need for judicial improvements or a new outlook on the research, prosecution and punishment of drug mules.
  The term drug mule is not defined anywhere in criminal law nor in laws on illegal drugs and substances. There are provisions in criminal law that a judge can use in sentencing drug mules in a criminal case. These provisions are not used. Despite this, the punishment for drug mules is milder than for those who plan, finance and gain from the sales of imported drugs. Research shows that provisions in human trafficking laws can also be applied to drug mules. There is no reason to put special provisions in criminal law to reduce the punishment of drug mules. Instead, we should consider their position when researching, prosecuting and deciding their punishment.

Samþykkt: 
 • 4.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð2016.Prentun.Lokaskjal..pdf775.46 kBLokaður til...18.05.2025HeildartextiPDF