is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25546

Titill: 
  • Hreyfing og heilsa fólks á aldrinum 50-66 ára : skiptir búseta máli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að sjá hvort munur sé á hreyfingu og heilsu fólks á aldrinum 50-66 ára á Íslandi eftir búsetu. Gögn voru fengin með leyfi frá Landlæknisembættinu úr rannsókn sem ber nafnið „Heilsa og líðan Íslendinga 2012“. Rannsóknin gekk út á það að skoða hvort fólk verji frítíma sínum í hreyfingu eða kyrrsetu en einnig var litið á hvort munur væri á því hvernig fólk metur líkamlega og andlega heilsu sína. Samanburður var gerður á hreyfingu og heilsu eftir kyni og búsetu, það er hvort munur væri á heilsu þess eftir búsetu í stóru þéttbýli (með 5.000 íbúa og fleiri) eða litlu þéttbýli (með 4.999 íbúa og færri, þar með talið strjálbýli). Til viðbótar var athugað hvort munur er á hreyfingu og heilsu eftir því hvort fólk er búsett á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Niðurstöður sýndu að 55% fólks ver frítíma sínum að jafnaði í kyrrsetu og rúmlega 30% ver honum í létta hreyfingu. Almennt telur fólk að líkamleg og andleg heilsa sín sé góð óháð búsetu en fólk á höfuðborgarsvæðinu telur líkamlega heilsu sína vera að jafnaði betri heldur en fólk sem er búsett á landsbyggðinni, þó svo það stundi að jafnaði ekki meiri hreyfingu en hinir.
    Lykilorð: hreyfing, heilsa, búseta, ráðleggingar, hvatning.

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs verkefniLokaskil.pdf714,33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna