is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25548

Titill: 
  • Hámarkssúrefnisupptaka úrvalsdeildarliðs Víkings í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn verður mæld hámarkssúrefnisupptaka hjá knattspyrnuliði í úrvalsdeild karla á Íslandi. Liðið er Víkingur. Hópurinn samanstendur af 20 leikmönnum á aldrinum 16-34 ára. Meðalaldur leikmanna er 22 ár. Mælingar voru gerðar 2. og 7. mars 2016. Þegar mælingar voru gerðar voru leikmenn í miðju undirbúningsferli fyrir keppnistímabilið. Mælingarnar voru gerðar í samstarfi við yfirþjálfara félagsins í þeim tilgangi að sjá hver staðan væri hjá þeim fyrir komandi undirbúning fyrir sumarið. Æfingaáætlun var útbúin með tilliti til þeirra niðurstaðna sem komu út úr mælingunum. Niðurstöður úr mælingum á knattspyrnumönnunum verða bornar saman við aðrar þekktar mælingar sem hafa verið framkvæmdar á svipuðum leikmannahópun annarsstaðar í heiminum í þeim tilgangi að sjá hvar þátttakendur þessarar rannsóknar standa miðað við fyrri rannsóknir. Meðaltal af hámarkssúrefnisupptöku leikamanna sem mældir voru á rannsóknarstofu Íþróttafræðinnar í Háskólanum í Reykjavík var 56,77 VO2 ((ml/kg/mín)). Sá hæsti mældist 66 VO2 ((ml/kg/mín)) og sá lægsti 47,8 ((ml/kg/mín)), en 56,77 VO2 ((ml/kg/mín)) telst ekki nógu gott fyrir úrvalsdeildarlið í knattspyrnu. Hafa þarf í huga að fjórir leikmenn höfðu verið að stíga upp úr flensu, sem kann að hafa haft áhrif á niðurstöðurnar

Samþykkt: 
  • 4.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Davíð Jónatansson lokaritgerð.pdf465.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna