en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/25551

Title: 
  • Title is in Icelandic Kraftur, hraði og styrkur í handknattleik
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur þessarar rannsóknar var að sjá hversu sterk fylgni væri á milli hámarksstyrks, hraða og lóðrétts krafts hjá úrvalsdeildarliði karla í handknattleik. Þátttakendur voru 12 handknattleiksmenn úr úrvalsdeild karla og niðurstöður bornar saman við rannsókn sem framkvæmd var á 17 atvinnumönnum í knattspyrnu. Tekin voru þrjú frammistöðupróf á leikmönnum ÍR en þau voru hámarksstyrktarpróf í hnébeygju, 30 metra sprettur og lóðrétt stökk. Fylgni á milli 30 metra sprettsins og stökkhæðar var r = -0,71, hámarksstyrks og 30 metra spretts r = -0,12 og á milli hámarksstyrk og stökkhæðar mældist fylgnin r = 0,28. Rannsóknin á knattspyrnumönnunum sýndi sterkari fylgni og þá sérstaklega á milli hámarksstyrks og stökkhæðar, r = 0, 78. Hámarksstyrkur og 30 metra sprettur mældist með r = 0,70 og lóðrétt stökk og 30 metra sprettur r = 0,60. Marktækur munur var á öllum prófunum á milli rannsókna. Knattspyrnumennirnir lyftu 35,7 kg meira og hlupu að meðaltali 0,46 sekúndum hraðar. Handknattleiksmennirnir stukku 3,6 cm hærra að meðaltali. Fylgnin á milli hámarksstyrks, hraða og krafts var ekki jafn sterk hjá handknattleiksmönnunum og hjá knattspyrnumönnunum en fylgnin á milli hraða og krafts var sterkari hjá ÍR.

Accepted: 
  • Jul 5, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25551


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
EinarH_BSc.pdf365.73 kBOpenComplete TextPDFView/Open