is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25552

Titill: 
 • Áhugahvöt almennings til ástundunar hreyfingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ástundun reglulegrar hreyfingar hefur í för með sér margþættan ávinning sem snýr að heilsu og vellíðan en kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan. Áhugahvöt til að ástunda hreyfingu hefur mikil áhrif á hreyfingu einstaklinga og hvort henni sé haldið við í lengri tíma eða ekki. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna helstu áhugahvöt almennings til að ástunda hreyfingu og hvort marktækur munur sé á milli kynja og á milli aldurshópa.
  Aðferð: Megindleg rannsókn var framkvæmd þar sem sendur var út spurningalisti sem opinn var frá 4. apríl 2016 til 25. apríl 2016. Spurningalistinn var þýdd útgáfa af spurningalistanum EMI – 2 (Exercise Motivations Inventory – 2). Fjöldi þátttakenda var 263 á aldrinum 17 - 82 ára.
  Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós að helsta áhugahvöt almennings til að ástunda hreyfingu tengdist því að vilja öðlast góða heilsu sem og endurnæring við og eftir hreyfingu. Konur skoruðu marktækt hærra en karlar á áhugahvöt sem tengist streitustjórnun, endurnæringu, áskorun, að fyrirbyggja heilsubrest, að öðlast góða heilsu, þyngdarstjórnun, útlitstengdum þáttum og styrk og úthaldi. Yngri aldurshópar skoruðu markækt hærra en eldri aldurshópar á áhugahvöt sem tengist áskorun, félagslegri viðurkenningu, keppnisskapi og útlitstengdum þáttum en eldri aldurshópar skoruðu marktækt hærra á áhugahvöt sem tengist heilsufarslegum þrýstingi og að fyrirbyggja heilsubrest.
  Ályktun: Mikilvægustu þættir almennings til að ástunda hreyfingu eru að vilja öðlast góða heilsu og að finna fyrir endurnæringu. Þó eru ákveðnir þættir sem skipta mismiklu máli milli kynja og aldurshópa og getur sá munur útskýrt misjafna ástundun einstaklinga á reglubundinni hreyfingu.

Samþykkt: 
 • 5.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_EH.pdf570.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna