is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25553

Titill: 
  • Hver eru algengustu meiðsli í samkvæmisdansi á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur:
    Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hver helstu meðisli eru í samkvæmisdansi á Íslandi og hvort dansfélög hátti þjálfun sinni á eitthvern hátt til að fyrirbyggja meiðsli. Ekki hefur áður verið gerðar rannsóknir á þessu viðfangsefni en eitthvað hafa meiðsli verið rannsökuð í listdansi og ballet. Niðurstöður rannsókna í þeim málum eru þær að dansarar verða mikið fyrir meiðslum en leita sér oft ekki meðferðar vegna hættu að missa þá stöðu sem þeir eru í. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að dansarar leggja ekki mikla áherlsu á styrktarþjálfun þar sem þeir telja að hún skemmi fyrir fagurfræðilegu útliti dansins. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að svo sé ekki heldur hefur styrktarþjálfun jákvæð áhrif á árangur og bætingu sem og fagurfræðilegt útlit dansins.
    Aðferðir og gögn:
    Þátttakendur rannsóknarinnir voru 15 pör úr landsliði Íslands í samkvæmisdansi eða 30 einstaklingar í heildina, þar af 15 karlar og 15 konur á aldrinum 12 til 28 ára. Lagður var fyrir þau spurningalisti sem innihélt 25 spurningar.
    Niðurstöður:
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að mikill marktækur munur er á meiðslum af völdum slysa og meiðslum af völdum álags þar sem álagsmeiðsli voru töluvert fleiri. Ef litið er á hvar flestu meiðslin eiga sér stað á líkamanum þá eru helstu meiðsli af völdum slysa í mjöðmum og nára og helstu álagsmeiðslin eru staðsett í mjóbaki og herðum. Lítil sem engin skipulögð styrktarþjálfun er í dansfélögunum en aðeins eitt dansfélag er með skráða styrktarþjálfun inní sinni stundaskrá.
    Umræður:
    Meiðsli eru mikil í dansi og þarf að grípa inní til að lækka tíðni þeirra með meðal annars styrktarþjálfun. Mkilvægt að dansfélög bæti inn styrktarþjálfun í skipulag sitt.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.Samkvæmsidans1(1).pdf1,83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna