is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25554

Titill: 
  • „Við vitum alveg að börn ráða ekki við tilfinningar sínar á sama hátt og fullorðið fólk“ viðbrögð þjálfara í agamálum barna í hópíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni voru vinnubrögð og reynsla þjálfara varðandi agamál barna skoðuð. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem hálfopin viðtöl voru tekin við sex þátttakendur um reynslu þeirra og viðbrögð við agamálum barna í hópíþróttum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að helsta aðferð þjálfara við að takast á við agavandamál barna er að nálgast barnið af ró og leiðbeina því á rétta braut. Í erfiðari málum beittu þjálfarar hléum eða fóru í samstarf við foreldra. Aðferðir þjálfara voru í samræmi við þær aðferðir sem fyrri rannsóknir mæla með. Rannsakandi dró ályktun um að tilfinningar þjálfara til iðkenda spiluðu inn í val þjálfaranna á aðferðum sem þeir nýttu sér til agastjórnunar þar sem velferð barnanna var í fyrirrúmi.
    Lykilorð; íþróttir, þjálfari, barn, agi, agavandamál, væntingar, reglur.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Við vitum alveg að börn ráða ekki við tilfinningar sínar á sama hátt og fullorðið fólk“.pdf954.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna