is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25556

Titill: 
  • Æfingahandbók fyrir leikmenn í 5. og 6. flokki kvenna í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Í þessu verkefni var gerð handbók og fræðilegur inngangur. Handbókin er heimavinnuhandbók sem er ætluð fyrir stelpur á aldrinum átta til tólf ára sem stunda knattspyrnu. Í henni má finna upplýsingar um hvernig þær eiga að setja sér markmið, fræðsla um næringu og knattspyrnuæfingar til að gera aukalega heima. Í fræðilega hlutanum er farið yfir mikilvæga hluti hvað varðar þjálfun og einnig hvað þarf að leggja áherslu á hjá þessum aldri í knattspyrnu. Knattspyrna er vinsælasta íþróttin á Íslandi og hefur orðið mikil þróun undanfarið í þjálfun yngri flokka. Áhugi á verkefninu kviknaði eftir að ég byrjaði að þjálfa ungar stelpur í knattspyrnu. Strákar eru meira fyrir það en stelpur að æfa sig aukalega fyrir utan æfingar félagsliðs og það er eitthvað sem ég sá að þurfti að breytast. Þessi handbók er fyrir stelpur sem vilja fræðast um næringu, hvernig á að setja sér auðveld markmið og hvernig á að framkvæma einfaldar æfingar heima.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Æfingahandbók fyrir leikmenn í 5. og 6. flokki kvenna í knattspyrnu.pdf463.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna