is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25557

Titill: 
  • Mannslíkaminn er hannaður fyrir hreyfingu : samband hreyfingar, heilsu og líkamlegrar hæfni aldraðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er skoðað samband líkamlegrar hæfni við annars vegar heilsu og hins vegar hreyfivenjur aldraðra. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 25 aldraðir einstaklingar á aldrinum 67 til 90 ára, þar af voru 20 konur og fimm karlar. Allir þátttakendur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og búa ýmist einir eða með maka. Framkvæmdar voru þrjár líkamsmælingar á öllum þátttakendum með það að markmiði að skoða líkamlega hæfni þeirra. Mælingarnar voru gripstyrkur, gönguhraði og geta þátttakenda til að standa fimm sinnum upp af stól. Samhliða þessum mælingum voru lagðar ellefu spurningar fyrir þátttakendur í formi spurningakönnunar. Könnun ásamt mælingum á úrtakinu fóru fram í apríl 2016. Rannsóknin byggist á megindlegri aðferðafræði, úrvinnsla gagna var unnin í SPSS og allar töflur og myndir í Microsoft Excel. Niðurstöður voru fengnar með ítarlegri greiningu á líkamlegri hæfni þátttakenda og þeim þáttum sem þar hafa áhrif. Við framsetningu niðurstaðna eru notuð súlurit, lýsandi tölfræði og t-próf. Í stuttu máli leiddu niðurstöður rannsóknarinnar það í ljós að marktækur munur er á heilsu og líkamlegrar hæfni aldraðra. Niðurstöður sýndu einnig fram á mun á líkamlegri hæfni og hreyfivenjum þátttakenda þar sem þeir sem hreyfa sig af ásettu ráði búa yfir betri líkamlegri hæfni. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja eldri rannsóknir og sem dæmi má nefna marktækan mun á hækkuðum aldri og tap á gripstyrk.

Samþykkt: 
  • 5.7.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfing, heilsa og líkamleg geta aldraðra (Guðrún) .pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna