Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/25558
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða líkamlegt hreysti handknattleiksmanna á fjórtánda aldursári. Í kjölfarið var gerð úttekt á gögnunum og metið hvort framkvæmd og val á prófum hafi verið skynsamlegt út frá þeim niðurstöðum sem þau gáfu. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og fór fram dagana 12. - 14. júní 2015. Þátttakendurnir voru 118 og komu frá 19 félagsliðum. Fjöldi stráka var 65 (55,1%) og fjöldi stelpna 53 (44,9%). Þátttakendur framkvæmdu sex líkamshreystipróf: YoYo hlaupapróf, 505 snerpupróf, gripstyrkpróf, þriggja kíló-gramma boltaköst, lóðrétt stökk og langstökk án atrennu. Auk þess framkvæmdu þátttakendur tvö sérhæfð próf: Knattrak á milli keilna og skothraðamælingar. Einnig voru líkams-mælingar og var spurningalisti lagður fyrir. Úrvinnsla gagna fór fram í SPSS og Excel. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þátttakendur í Handboltaskóla HSÍ voru að meðaltali slakari í öllum prófunum í samanburði við sambærilega hópa erlendis. Það var þó ein undantekning og var það í lóðréttu stökkunum. Út frá þessum niðurstöðum þarf að leggja meiri áherslu á líkamlega þjálfun yngri flokka á Íslandi. Samkvæmt niður-stöðunum er lagt til að taka boltakast með þungum bolta fram fyrir sig, SJ prófið og skothraðamælingarnar níu metrum frá markinu út úr prófasettinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni B.Sc. - Hildur Björnsdóttir.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |