Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2556
Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegan brottflutning fólks frá Íslandi í þeirri miklu niðursveiflu í efnahagslífinu sem nú ríður yfir. Í þessari ritgerð verður reynt að varpa ljósi á hvers er að vænta í komandi framtíð er varðar búferlaflutninga frá Íslandi. Stuðst er við söguleg gögn er varða efnahagsástand landsins og búferlaflutninga. Það er ljóst að búferlaflutningar til og frá Íslandi eru að töluverðu leyti háðir efnahagsástandinu í landinu á hverjum tíma.
Þegar efnahagsástandið hefur batnað og kaupmáttur aukist þá hefur brottflutningur minnkað. Brottflutningur hefst að jafnaði ári síðar en efnahagsástand versnar eða batnar.
Ef miðað er við búferlaflutninga í efnahagslægðinni á tímabilinu 1989 -1993 þegar hagvöxtur dróst verulega saman og var neikvæður um 4,5% og nýlega spá Seðlabankans um neikvæðan hagvöxt til 2010, má áætla að brottflutningur íslenskra ríkisborgara muni aukast á næstu misserum. Ekki er þó ástæða til að ætla að brottflutningur íslenskra ríkisborgara verði í líkingu við það sem gerðist í kringum upphaf 19. aldar þegar um fimmtungur íslensku þjóðarinnar fluttist vestur um haf, enda lífsskilyrði nú allt önnur og betri.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pd_fixed.pdf | 38.13 kB | Opinn | Forsíða, efnisyfirlit og útdráttur | Skoða/Opna | |
meginmal_fixed.pdf | 466.17 kB | Lokaður | Meginmál |