is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25561

Titill: 
 • Líkamlegt álag og ákefð hjá íslenskum sportdönsurum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Sportdans á sér langa sögu og þróaðist mikið á 19. öld. Markmið
  þessarar rannsóknar var að skoða líkamlegt álag og ákefð á íslenskum
  dönsurum. 18 pör tóku þátt á aldrinum 14-27 ára, þeim
  var skipt niður í tvo hópa eftir aldri. Rannsókninni var skipt niður
  á tvo daga. Fyrsta daginn voru grunnmælingar teknar af
  þátttakendum eins og hæð, þyngd, hámarkshjartsláttur. Píptest
  var notað til þess að áætla hámarkssúrefnisupptöku hjá
  þátttakendum. Seinni daginn voru pörin fengin til að dansa
  umferð af dönsunum í sitthvorum stílnum. Niðurstöður sýna að
  pörin nota bæði loftfirrt og loftháð þol þegar umferðin var tekin.
  Einnig var ekki mikil munur á milli dansstíla eins og erlendar
  rannsóknir sýna en suður-amerísku dansarnir voru aðeins hærri í
  prósentu af hámarkshjartslætti en yfir heildartímann þá voru
  standard dansarnir með hærri prósentu af hámarkshjartslætti.
  Hámarkssúrefnisupptaka var lægri hjá íslenskum pörum en í fyrri
  rannsóknum en var svipuð í rannsókn sem Bankby gerði. Áætlaða
  hámarkssúrefnisupptakan hjá Þátttakendum myndi flokkast
  samkvæmt Cooper stofnuninni sem ágætt eða yfirburðar gott.
  Þegar tölurnar eru bornar saman við aðrar íþróttir þá eru
  heildarmeðaltölin hjá bæði yngri og eldri hópnum yfir blaki og
  fimleikum en undir fótbolta og sundi samkvæmt rannsókninni
  sem Bria gerði en karlarnir voru þó yfir meðaltalinu í fótbolta.
  Það sjást einnig tengsl á milli tónlistar og stigvaxandi ákefðar út
  frá hjartslætti. Þar sést stigvaxandi ákefð eftir því sem takturinn
  verður hraðari og meira álag er á dönsurunum.

Samþykkt: 
 • 5.7.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/25561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamlegt_alag_og_akefd_hja_islenskum_sportdonsurum_Jon_Ingvar.pdf925.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna